FÍS: Alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir 19. nóvember 2009 12:19 Mynd: Vilhelm. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera." Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera."
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira