Skoðun

Kolbrún Halldórsdóttir og box

Kolbrún ég held að þú ættir að kynna þér ólympíska hnefaleika áður en þú kemur með sleggjudóma og hreina fordóma um þessa ágætu íþrótt. Þarna ert þú að dæma þúsundir manna sem stunda þessa íþrótt sér til ánægju og indisauka. Hvernig er með allar hinar sjálfsvarnaríþróttirnar sem eru leyfðar? Er kannski betra fólk að stunda þær?

Ég man ekki betur en að það hafi komið upp nokkur mál vegna annara íþrótta á undanförnum árum án þess að þú hafir þá opnað á þér munnin. Ég þekki ekki persónulega þetta mál sem kom upp í Grindavík, þó það sé mjög alvarlegt mál og verði tekið á því með réttum hætti af yfirvöldum á Suðurnesjum ásamt boxfélagi Suðurnesja, er algjör óþarfi hjá þér að dæma heila íþrótt.

Ég tel að þú ættir frekar að biðjast afsökunar á því sjálf sem alþingismaður til margra ára ásamt því að hafa setið í fullt af nefndum á vegum Alþingis, hvernig er nú komið fyrir þjóðinni Kolbrún með þúsundum atvinnulausra einstaklinga, eignasviftingum og gjaldþrotum án þess að nokkuð sé gert.

Kolbrún stundum er betra að þegja heldur en að vera með fyrirfram fordóma út í fólk og félög.

Eins og þú veist hafa ýmsir ráðherrar og alþingismenn farið langt yfir strikið síðustu misseri án þess að taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum t.d með afsögnum, þú ættir kannski frekar að eyða þínum kröftum í þá átt. Ekki höfum við kjósendur verið að dæma alla á alþingi heldur eingöngu þá sem bera ábyrgð, vinsamlegast taktu það til fyrirmyndar.

Virðingafyllst,

Kristinn Vagnsson.








Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×