Undirstöður hágæða háskólanáms 17. desember 2009 06:00 Berglind Ósk Bergsdóttir skrifar um háskólanám. Sagt er að bak við hvern rannsóknarháskóla þurfi um 3 milljónir manns. Á Ísland búa 330.000 manns með einn rannsóknarháskóla (samkvæmt ströngustu skilyrðum), Háskóla Íslands, auk þriggja annarra háskóla. Í ljósi efnahagsástandsins og vegna niðurskurðar til háskólanna er ljóst að eitthvað verður að breytast til að veita áfram hágæða háskólanám hérlendis. Niðurstaða þriggja nefnda á vegum ríkisins er að auka þurfi samstarfið á milli háskólanna til að spara. En hvað felst í auknu samstarfi og hvernig er hægt að hagræða verkskipulagi milli háskólanna? Mikilvægt er að jafnræði og sanngirni ríki í viðhorfi ríkisstjórnar með tilliti til reksturs skólanna. Vert er að minnast á að ríkið greiðir jafn mikið fyrir hvern nemanda hjá einkaskólum og ríkisreknum þrátt fyrir há skólagjöld hjá einkaskólum á meðan ríkisrekinn háskóli hefur ekki leyfi til að taka upp skólagjöld. Rannsóknarháskólar eru undirstaða í menningar- og efnahagslegum styrk íslensks þjóðfélags. Gæta verður jafnræðis í möguleikum fólks til náms á því stigi og ósanngjarnt væri gagnvart nemendum ef staðan væri sú að greiða þurfi há skólagjöld til þess að fá að stunda nám við rannsóknarháskóla í sínu landi. Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) í Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðarfullu og fjölbreyttu námi þar sem nemendur fá m.a. tækifæri til að taka áhugaverð námskeið í öðrum deildum, til að mynda er möguleiki á að velja tvo áfanga frá hvaða sviði sem er og einnig að taka fleiri áfanga frá öðrum deildum innan sviðsins. Með því að sameina krafta úr bæði verkfræði og náttúruvísindum gefst tækifæri á fjölbreyttu og öflugu námi. Fyrir utan að nemendur hafi kost á að taka einstaka áfanga utan sinnar námsleiðar má nefna heildstæðar námsleiðir eins og efnaverkfræði og reikniverkfræði sem ráðast á þessu nána samstarfi sem er á milli verkfræðinnar og náttúruvísindanna. Samstarfi sem hefur orðið gríðarlega öflugt eftir að þessar greinar voru sameinaðar undir sama sviði á seinasta ári. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem stunda nám við VoN og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem koma beint frá framhaldsskóla. En til að mennta fólk í greinum sem þessum, greinum sem tækni og framþróun þjóðfélagsins byggir á, þýðir ekkert annað. Ég hef upplifað mitt nám við Háskóla Íslands sem mjög metnaðarfullt og gefandi og tel mig vera vel í stakk búna til að takast á við þau tækifæri sem bíða mín eftir námið. Háskóli Íslands er virtur háskóli á alþjóðavettvangi sem og innlendum og gegnir hann mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikilvægt er að bregðast ekki þessari traustu undirstöðu háskólanáms í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Nörd, nemendafélags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Berglind Ósk Bergsdóttir skrifar um háskólanám. Sagt er að bak við hvern rannsóknarháskóla þurfi um 3 milljónir manns. Á Ísland búa 330.000 manns með einn rannsóknarháskóla (samkvæmt ströngustu skilyrðum), Háskóla Íslands, auk þriggja annarra háskóla. Í ljósi efnahagsástandsins og vegna niðurskurðar til háskólanna er ljóst að eitthvað verður að breytast til að veita áfram hágæða háskólanám hérlendis. Niðurstaða þriggja nefnda á vegum ríkisins er að auka þurfi samstarfið á milli háskólanna til að spara. En hvað felst í auknu samstarfi og hvernig er hægt að hagræða verkskipulagi milli háskólanna? Mikilvægt er að jafnræði og sanngirni ríki í viðhorfi ríkisstjórnar með tilliti til reksturs skólanna. Vert er að minnast á að ríkið greiðir jafn mikið fyrir hvern nemanda hjá einkaskólum og ríkisreknum þrátt fyrir há skólagjöld hjá einkaskólum á meðan ríkisrekinn háskóli hefur ekki leyfi til að taka upp skólagjöld. Rannsóknarháskólar eru undirstaða í menningar- og efnahagslegum styrk íslensks þjóðfélags. Gæta verður jafnræðis í möguleikum fólks til náms á því stigi og ósanngjarnt væri gagnvart nemendum ef staðan væri sú að greiða þurfi há skólagjöld til þess að fá að stunda nám við rannsóknarháskóla í sínu landi. Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) í Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðarfullu og fjölbreyttu námi þar sem nemendur fá m.a. tækifæri til að taka áhugaverð námskeið í öðrum deildum, til að mynda er möguleiki á að velja tvo áfanga frá hvaða sviði sem er og einnig að taka fleiri áfanga frá öðrum deildum innan sviðsins. Með því að sameina krafta úr bæði verkfræði og náttúruvísindum gefst tækifæri á fjölbreyttu og öflugu námi. Fyrir utan að nemendur hafi kost á að taka einstaka áfanga utan sinnar námsleiðar má nefna heildstæðar námsleiðir eins og efnaverkfræði og reikniverkfræði sem ráðast á þessu nána samstarfi sem er á milli verkfræðinnar og náttúruvísindanna. Samstarfi sem hefur orðið gríðarlega öflugt eftir að þessar greinar voru sameinaðar undir sama sviði á seinasta ári. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem stunda nám við VoN og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem koma beint frá framhaldsskóla. En til að mennta fólk í greinum sem þessum, greinum sem tækni og framþróun þjóðfélagsins byggir á, þýðir ekkert annað. Ég hef upplifað mitt nám við Háskóla Íslands sem mjög metnaðarfullt og gefandi og tel mig vera vel í stakk búna til að takast á við þau tækifæri sem bíða mín eftir námið. Háskóli Íslands er virtur háskóli á alþjóðavettvangi sem og innlendum og gegnir hann mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikilvægt er að bregðast ekki þessari traustu undirstöðu háskólanáms í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Nörd, nemendafélags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar