Undirstöður hágæða háskólanáms 17. desember 2009 06:00 Berglind Ósk Bergsdóttir skrifar um háskólanám. Sagt er að bak við hvern rannsóknarháskóla þurfi um 3 milljónir manns. Á Ísland búa 330.000 manns með einn rannsóknarháskóla (samkvæmt ströngustu skilyrðum), Háskóla Íslands, auk þriggja annarra háskóla. Í ljósi efnahagsástandsins og vegna niðurskurðar til háskólanna er ljóst að eitthvað verður að breytast til að veita áfram hágæða háskólanám hérlendis. Niðurstaða þriggja nefnda á vegum ríkisins er að auka þurfi samstarfið á milli háskólanna til að spara. En hvað felst í auknu samstarfi og hvernig er hægt að hagræða verkskipulagi milli háskólanna? Mikilvægt er að jafnræði og sanngirni ríki í viðhorfi ríkisstjórnar með tilliti til reksturs skólanna. Vert er að minnast á að ríkið greiðir jafn mikið fyrir hvern nemanda hjá einkaskólum og ríkisreknum þrátt fyrir há skólagjöld hjá einkaskólum á meðan ríkisrekinn háskóli hefur ekki leyfi til að taka upp skólagjöld. Rannsóknarháskólar eru undirstaða í menningar- og efnahagslegum styrk íslensks þjóðfélags. Gæta verður jafnræðis í möguleikum fólks til náms á því stigi og ósanngjarnt væri gagnvart nemendum ef staðan væri sú að greiða þurfi há skólagjöld til þess að fá að stunda nám við rannsóknarháskóla í sínu landi. Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) í Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðarfullu og fjölbreyttu námi þar sem nemendur fá m.a. tækifæri til að taka áhugaverð námskeið í öðrum deildum, til að mynda er möguleiki á að velja tvo áfanga frá hvaða sviði sem er og einnig að taka fleiri áfanga frá öðrum deildum innan sviðsins. Með því að sameina krafta úr bæði verkfræði og náttúruvísindum gefst tækifæri á fjölbreyttu og öflugu námi. Fyrir utan að nemendur hafi kost á að taka einstaka áfanga utan sinnar námsleiðar má nefna heildstæðar námsleiðir eins og efnaverkfræði og reikniverkfræði sem ráðast á þessu nána samstarfi sem er á milli verkfræðinnar og náttúruvísindanna. Samstarfi sem hefur orðið gríðarlega öflugt eftir að þessar greinar voru sameinaðar undir sama sviði á seinasta ári. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem stunda nám við VoN og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem koma beint frá framhaldsskóla. En til að mennta fólk í greinum sem þessum, greinum sem tækni og framþróun þjóðfélagsins byggir á, þýðir ekkert annað. Ég hef upplifað mitt nám við Háskóla Íslands sem mjög metnaðarfullt og gefandi og tel mig vera vel í stakk búna til að takast á við þau tækifæri sem bíða mín eftir námið. Háskóli Íslands er virtur háskóli á alþjóðavettvangi sem og innlendum og gegnir hann mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikilvægt er að bregðast ekki þessari traustu undirstöðu háskólanáms í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Nörd, nemendafélags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Berglind Ósk Bergsdóttir skrifar um háskólanám. Sagt er að bak við hvern rannsóknarháskóla þurfi um 3 milljónir manns. Á Ísland búa 330.000 manns með einn rannsóknarháskóla (samkvæmt ströngustu skilyrðum), Háskóla Íslands, auk þriggja annarra háskóla. Í ljósi efnahagsástandsins og vegna niðurskurðar til háskólanna er ljóst að eitthvað verður að breytast til að veita áfram hágæða háskólanám hérlendis. Niðurstaða þriggja nefnda á vegum ríkisins er að auka þurfi samstarfið á milli háskólanna til að spara. En hvað felst í auknu samstarfi og hvernig er hægt að hagræða verkskipulagi milli háskólanna? Mikilvægt er að jafnræði og sanngirni ríki í viðhorfi ríkisstjórnar með tilliti til reksturs skólanna. Vert er að minnast á að ríkið greiðir jafn mikið fyrir hvern nemanda hjá einkaskólum og ríkisreknum þrátt fyrir há skólagjöld hjá einkaskólum á meðan ríkisrekinn háskóli hefur ekki leyfi til að taka upp skólagjöld. Rannsóknarháskólar eru undirstaða í menningar- og efnahagslegum styrk íslensks þjóðfélags. Gæta verður jafnræðis í möguleikum fólks til náms á því stigi og ósanngjarnt væri gagnvart nemendum ef staðan væri sú að greiða þurfi há skólagjöld til þess að fá að stunda nám við rannsóknarháskóla í sínu landi. Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) í Háskóla Íslands stendur fyrir metnaðarfullu og fjölbreyttu námi þar sem nemendur fá m.a. tækifæri til að taka áhugaverð námskeið í öðrum deildum, til að mynda er möguleiki á að velja tvo áfanga frá hvaða sviði sem er og einnig að taka fleiri áfanga frá öðrum deildum innan sviðsins. Með því að sameina krafta úr bæði verkfræði og náttúruvísindum gefst tækifæri á fjölbreyttu og öflugu námi. Fyrir utan að nemendur hafi kost á að taka einstaka áfanga utan sinnar námsleiðar má nefna heildstæðar námsleiðir eins og efnaverkfræði og reikniverkfræði sem ráðast á þessu nána samstarfi sem er á milli verkfræðinnar og náttúruvísindanna. Samstarfi sem hefur orðið gríðarlega öflugt eftir að þessar greinar voru sameinaðar undir sama sviði á seinasta ári. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem stunda nám við VoN og eru það mikil viðbrigði fyrir marga sem koma beint frá framhaldsskóla. En til að mennta fólk í greinum sem þessum, greinum sem tækni og framþróun þjóðfélagsins byggir á, þýðir ekkert annað. Ég hef upplifað mitt nám við Háskóla Íslands sem mjög metnaðarfullt og gefandi og tel mig vera vel í stakk búna til að takast á við þau tækifæri sem bíða mín eftir námið. Háskóli Íslands er virtur háskóli á alþjóðavettvangi sem og innlendum og gegnir hann mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Mikilvægt er að bregðast ekki þessari traustu undirstöðu háskólanáms í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Nörd, nemendafélags tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar