Ætlar ríkisstjórnin að slátra íslenskri kvikmyndagerð? 22. desember 2009 06:00 Björn Brynjólfur Björnsson skrifar um framlög til kvikmyndagerðar Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða framlög til Kvikmyndasjóða skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi ríkisins við greinina, niður í 450 milljónir króna. Þessi niðurskurður er um 35% og því langt umfram það 10% meðaltal sem rætt hefur verið um sem viðmið niðurskurðar í mennta- og menningarmálum. Þau sjónarmið jafnræðis og réttlætis sem boðað var að höfð yrðu að leiðarljósi við niðurskurð í fjármálum ríkisins eru hér að engu höfð svo það lítur út fyrir að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að slátra íslenskum kvikmyndaiðnaði. Sú stefna er óskynsamleg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi eru íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni menningarframleiðsla sem ekki á aðeins hvað greiðastan aðgang að ungu fólki heldur einnig fólki á landsbyggðinni. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa verið kallaðar þjóðarleikhús. Ef ríkið ætlar að minnka kaup sín á menningu næstu árin er óskynsamlegt að gera það á því sviði þar sem flestir landsmenn geta notið afrakstursins án tillits til búsetu. Í öðru lagi verður niðurskurður í framleiðslu kvikmynda a.m.k. tvöfalt meiri en nemur niðurskurði á framlagi ríkisins. Þetta er vegna þess að meira en helmingur þess fjár sem fer til framleiðslu kvikmynda kemur annars staðar frá, t.d. erlendis frá. Þannig dregur kvikmyndagerðin gjaldeyri inn í landið. Það má lýsa þessu svo að ef skorið er niður um 100 milljónir t.d. í leiklist verður ekki framleidd leiklist fyrir 100 milljónir það árið, en ef skorið er niður um 100 milljónir í kvikmyndagerð verða ekki framleiddar kvikmyndir fyrir a.m.k. 200 milljónir það árið. Í þriðja lagi er talið að þessi niðurskurður muni kosta um hundrað störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði sem er þriðjungur allra starfa þar (80-90% kostnaðar við kvikmyndir er launakostnaður). Ljóst er að fyrir ungan iðnað er þetta slíkt högg að hann mun ekki bera sitt barr í mörg ár á eftir og stór hluti af því unga og menntaða fólki sem hefur verið að koma inn í greinina á undanförnum árum missir nú vinnuna. Fyrir utan að sparnaðurinn mun að mestu eða öllu leyti fara í að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur. Í fjórða lagi hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki verið í góðri trú með þann samning sem í gildi er við menntamála- og fjármálaráðuneytið og til dæmis fjárfest í eftirvinnslu kvikmynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjölfar tækniþróunar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein, atvinnugrein sem hefur mikla möguleika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú tegund framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Í fimmta lagi er kvikmyndaiðnaður þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu þar sem íslenskt hugvit og handverk er selt um allan heim. Iðnaðurinn skapar spennandi störf fyrir ungt fólk. Störf sem byggja á íslenskri menningu og hugsun og hugmyndum. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Til dæmis hafa flestar eða allar þær leiknu sjónvarpsþáttaraðir sem framleiddar hafa verið hér undanfarin ár verið seldar til erlendra sjónvarpsstöðva. Í sjötta lagi vinnur þessi niðurskurður gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvikmyndaverkefni (endurgreiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda). Ein ástæða þess að erlend kvikmyndafyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmyndagerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni er þessu ekki lengur til að dreifa. Í sjöunda lagi eru íslenskar kvikmyndir sendiherrar okkar um allan heim. Þær eru sú landkynning sem við þurfum á að halda nú um stundir. Rannsóknir hafa sýnt beint samband milli sýninga íslenskra kvikmyndaverka erlendis og ferðamannastraums frá viðkomandi landi hingað. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldur beinharða hagsmuni. Niðurstaðan er sú að hér sé verið að spara aur en henda krónu. Írar sem einnig eru í þeirri stöðu að þurfa að skera mikið niður ríkisútgjöld á þessu hausti rannsökuðu málið og komust að því að ekki borgaði sig að skera niður framlög til kvikmynda. Hér ætla menn hinsvegar að ana beint í slátrun án þess að skoða málið - og sitja síðan uppi með dauða mjólkurkú - og skaða sem seint verður bættur. Höfundur er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Björn Brynjólfur Björnsson skrifar um framlög til kvikmyndagerðar Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða framlög til Kvikmyndasjóða skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi ríkisins við greinina, niður í 450 milljónir króna. Þessi niðurskurður er um 35% og því langt umfram það 10% meðaltal sem rætt hefur verið um sem viðmið niðurskurðar í mennta- og menningarmálum. Þau sjónarmið jafnræðis og réttlætis sem boðað var að höfð yrðu að leiðarljósi við niðurskurð í fjármálum ríkisins eru hér að engu höfð svo það lítur út fyrir að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að slátra íslenskum kvikmyndaiðnaði. Sú stefna er óskynsamleg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi eru íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni menningarframleiðsla sem ekki á aðeins hvað greiðastan aðgang að ungu fólki heldur einnig fólki á landsbyggðinni. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa verið kallaðar þjóðarleikhús. Ef ríkið ætlar að minnka kaup sín á menningu næstu árin er óskynsamlegt að gera það á því sviði þar sem flestir landsmenn geta notið afrakstursins án tillits til búsetu. Í öðru lagi verður niðurskurður í framleiðslu kvikmynda a.m.k. tvöfalt meiri en nemur niðurskurði á framlagi ríkisins. Þetta er vegna þess að meira en helmingur þess fjár sem fer til framleiðslu kvikmynda kemur annars staðar frá, t.d. erlendis frá. Þannig dregur kvikmyndagerðin gjaldeyri inn í landið. Það má lýsa þessu svo að ef skorið er niður um 100 milljónir t.d. í leiklist verður ekki framleidd leiklist fyrir 100 milljónir það árið, en ef skorið er niður um 100 milljónir í kvikmyndagerð verða ekki framleiddar kvikmyndir fyrir a.m.k. 200 milljónir það árið. Í þriðja lagi er talið að þessi niðurskurður muni kosta um hundrað störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði sem er þriðjungur allra starfa þar (80-90% kostnaðar við kvikmyndir er launakostnaður). Ljóst er að fyrir ungan iðnað er þetta slíkt högg að hann mun ekki bera sitt barr í mörg ár á eftir og stór hluti af því unga og menntaða fólki sem hefur verið að koma inn í greinina á undanförnum árum missir nú vinnuna. Fyrir utan að sparnaðurinn mun að mestu eða öllu leyti fara í að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur. Í fjórða lagi hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki verið í góðri trú með þann samning sem í gildi er við menntamála- og fjármálaráðuneytið og til dæmis fjárfest í eftirvinnslu kvikmynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjölfar tækniþróunar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein, atvinnugrein sem hefur mikla möguleika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú tegund framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Í fimmta lagi er kvikmyndaiðnaður þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu þar sem íslenskt hugvit og handverk er selt um allan heim. Iðnaðurinn skapar spennandi störf fyrir ungt fólk. Störf sem byggja á íslenskri menningu og hugsun og hugmyndum. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Til dæmis hafa flestar eða allar þær leiknu sjónvarpsþáttaraðir sem framleiddar hafa verið hér undanfarin ár verið seldar til erlendra sjónvarpsstöðva. Í sjötta lagi vinnur þessi niðurskurður gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvikmyndaverkefni (endurgreiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda). Ein ástæða þess að erlend kvikmyndafyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmyndagerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni er þessu ekki lengur til að dreifa. Í sjöunda lagi eru íslenskar kvikmyndir sendiherrar okkar um allan heim. Þær eru sú landkynning sem við þurfum á að halda nú um stundir. Rannsóknir hafa sýnt beint samband milli sýninga íslenskra kvikmyndaverka erlendis og ferðamannastraums frá viðkomandi landi hingað. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldur beinharða hagsmuni. Niðurstaðan er sú að hér sé verið að spara aur en henda krónu. Írar sem einnig eru í þeirri stöðu að þurfa að skera mikið niður ríkisútgjöld á þessu hausti rannsökuðu málið og komust að því að ekki borgaði sig að skera niður framlög til kvikmynda. Hér ætla menn hinsvegar að ana beint í slátrun án þess að skoða málið - og sitja síðan uppi með dauða mjólkurkú - og skaða sem seint verður bættur. Höfundur er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar