Benedikt: Pressan er á Grindavík núna 6. apríl 2009 15:12 "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
"Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira