Straumur biður um rannsókn 23. janúar 2009 07:00 Willam Fall forstjóri Straums segir bankann hafa farið að lögum um gjaldeyrisviðskipti og hafa engu að leyna. Fréttablaðið/Rósa Straumur óskar eftir því að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit skoði gjaldeyrisviðskipti bankans. Starfsmenn hafa orðið fyrir áreiti vegna ásakana um brot á gjaldeyrisreglum. Straumur hefur farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann að gjaldeyrisviðskipti bankans verði tekin til skoðunar og hefur látið allar upplýsingar um viðskiptin í hendur eftirlitsaðila. Bankinn er sakaður um að hafa keypt gjaldeyri á yfirverði af útflutningsfyrirtækjum bæði beint og óbeint í gegnum útibú hans erlendis og ekki skilað inn í landið eins og gjaldeyrisreglur Seðlabankans um skilaskyldu gjaldeyris, sem Alþingi samþykkti í lok nóvember í fyrra, kveða á um. Viðskiptin hafi komið í veg fyrir eðlilega styrkingu krónunnar. „Starfsfólk Straums hefur orðið fyrir áreiti af völdum þessara ásakana,“ segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Straums. Áreitið tengist að nokkru leyti grun um að bankinn haldi gengi krónu lágu en ekki síst því að Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður bankans og umsvifamestur hluthafa. William Fall, forstjóri Straums, segir í tilkynningu ásakanir í garð bankans alrangar enda hafi hann ávallt unnið samkvæmt reglunum. „Við höfum engu að leyna,“ segir hann. Straumur bendir á að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 4,5 milljarða króna frá því gjaldeyrisreglurnar voru samþykktar, þar af hafi um helmingur gjaldeyrisviðskipta átt sér stað utan landsteina, svo sem við sænska bankann SEB Enskilda og í gegnum skrifstofu Straums í Lundúnum í Bretlandi. Viðskipti sem eiga sér stað erlendis við erlendan eiganda gjaldeyris og koma aldrei hingað til lands eru ekki skilaskyld. Málið verður tekið til skoðunar, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Eftir því sem næst verður komist úr bankageiranum eru viðskipti Straums innan ramma laganna. Upphæðirnar sem um ræði séu lágar og hreyfi ekki gengi krónunnar nema að litlu leyti, hugsanleg áhrif séu innan við eitt prósent. Mál manna er að framboð og eftirspurn ráði mun meiru um hreyfingar krónunnar. Innflutningsfyrirtæki þurfi gjaldeyri til greiðslu á vörum auk þess sem ýmsir innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri til greiðslu lána. Þá sé beinlínis fátt sem hvetji útflutningsfyrirtæki til að skila gjaldeyri heim. Nýti þau hann fremur til rekstrar erlendis.jonab@markadurinn.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Straumur óskar eftir því að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit skoði gjaldeyrisviðskipti bankans. Starfsmenn hafa orðið fyrir áreiti vegna ásakana um brot á gjaldeyrisreglum. Straumur hefur farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann að gjaldeyrisviðskipti bankans verði tekin til skoðunar og hefur látið allar upplýsingar um viðskiptin í hendur eftirlitsaðila. Bankinn er sakaður um að hafa keypt gjaldeyri á yfirverði af útflutningsfyrirtækjum bæði beint og óbeint í gegnum útibú hans erlendis og ekki skilað inn í landið eins og gjaldeyrisreglur Seðlabankans um skilaskyldu gjaldeyris, sem Alþingi samþykkti í lok nóvember í fyrra, kveða á um. Viðskiptin hafi komið í veg fyrir eðlilega styrkingu krónunnar. „Starfsfólk Straums hefur orðið fyrir áreiti af völdum þessara ásakana,“ segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Straums. Áreitið tengist að nokkru leyti grun um að bankinn haldi gengi krónu lágu en ekki síst því að Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður bankans og umsvifamestur hluthafa. William Fall, forstjóri Straums, segir í tilkynningu ásakanir í garð bankans alrangar enda hafi hann ávallt unnið samkvæmt reglunum. „Við höfum engu að leyna,“ segir hann. Straumur bendir á að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 4,5 milljarða króna frá því gjaldeyrisreglurnar voru samþykktar, þar af hafi um helmingur gjaldeyrisviðskipta átt sér stað utan landsteina, svo sem við sænska bankann SEB Enskilda og í gegnum skrifstofu Straums í Lundúnum í Bretlandi. Viðskipti sem eiga sér stað erlendis við erlendan eiganda gjaldeyris og koma aldrei hingað til lands eru ekki skilaskyld. Málið verður tekið til skoðunar, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Eftir því sem næst verður komist úr bankageiranum eru viðskipti Straums innan ramma laganna. Upphæðirnar sem um ræði séu lágar og hreyfi ekki gengi krónunnar nema að litlu leyti, hugsanleg áhrif séu innan við eitt prósent. Mál manna er að framboð og eftirspurn ráði mun meiru um hreyfingar krónunnar. Innflutningsfyrirtæki þurfi gjaldeyri til greiðslu á vörum auk þess sem ýmsir innlendir aðilar hafi keypt gjaldeyri til greiðslu lána. Þá sé beinlínis fátt sem hvetji útflutningsfyrirtæki til að skila gjaldeyri heim. Nýti þau hann fremur til rekstrar erlendis.jonab@markadurinn.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira