Innlent

Telja fráleitt að borga 600 millj.

Guðmundur Rúnar Árnason.
Guðmundur Rúnar Árnason.

„Okkur finnst þetta verðmat út úr korti og satt að segja svolítið 2007," segir Guðmundur Rúnar Árnason, formaður bæjarráðs, um niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta varðandi land í Kapelluhrauni sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær yfirtók.

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var niðurstaðan sú að bærinn á að greiða 608 milljónir fyrir landið sem er 160 þúsund fermetrar. Bæjarráð hefur falið bæjarlögmanni að leita leiða til að fá hagstæðari niðurstöðu. Guðmundur segir að þar komi meðal annars til greina að krefjast þess að dómskvaddir matsmenn verði fengnir að málinu.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×