Tvær spurningar til FME 18. desember 2009 06:00 Andrés Magnússon skrifar um efnahagsmál. 1. Seinnihluta árs 2007 var skuldatryggingaálag íslensku bankanna þannig að ljóst var að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig. Einn aðaleigenda Glitnis lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta jafngilti gjaldþroti bankans, um það voru erlend fjármálatímarit sammála honum. Í bók Jóns F. Thorodsen, „Íslenska efnahagsundrið" lýsir hann því hvernig SMS-skeytum tók að rigna inn í farsíma fagfjárfesta í árslok 2007 þess efnis að rétt væri að selja öll persónuleg hlutabréf sín í bönkunum og taka allt sitt út úr peningasjóðunum. Þeir sem höfðu góðar upplýsingar um stöðu fjármálakerfisins, t.d. eigendur bankanna, fóru að taka skortstöður gegn íslensku krónunni í stórum stíl. Helmingur allra stærri hluthafa í bönkunum losuðu sig við hlutabréf sín síðustu 9 mánuði fyrir hrun. Þá vaknar spurningin; Hvers vegna aðhöfðust fagfjárfestar lífeyrissjóðanna ekki neitt? Sérstaklega fagfjárfestar sem tilnefndir voru af bönkunum til þess að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna að veita fjármálaráðgjöf? Voru þetta einu fagfjárfestarnir sem ekki fengu SMS? Þeir einu sem ekki lásu erlend tímarit sem bentu á að íslensku bankarnir yrðu brátt gjaldþrota? Þessu er erfitt að svara, hins vegar er ljóst að fulltrúar bankanna í stjórn lífeyrissjóðanna voru í verulegum vanda ef þeim var ljós hin raunverulega staða bankanna, við þeim blasti hollustuklemma, þ.e. þeir voru bæði umbjóðendur sjóðsfélaga og bankanna sem tilnefndu þá í stjórn lífeyrissjóðanna. Auk þess voru þeir í annarri kreppu. Ef þeir vissu að staða bankanna var tvísýn og að krónan myndi falla við hrun bankanna, hvað áttu þeir að gera við persónulega fjármuni sína? Það sama og þeir ráðlögðu lífeyrissjóðunum að gera? Í mínum lífeyrissjóði seldi fulltrúi bankans sín perónulegu hlutabréf í íslenskum bönkum og losaði sig við íslensku krónurnar sínar, á sama tíma og lífeyrissjóðurinn hélt sínum hlutabréfum í bönkunum og veðjaði miklum fjármunum á að íslenska krónan myndi styrkjast. Þessi fulltrúi bankans sem hafði langmesta þekkingu og innsýn í stöðu fjármálakerfisins, sagði hann nógu skýrt frá því á stjórnarfundum í lífeyrissjóðnum hvernig hann ráðstafaði sínum eigin eigum sem væntanlega endurspeglaði það sem hann taldi skynsamlegast? Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýsingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Ég veit að ofangreindur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum (sem reyndar nú er hættur) er með mikil fjármálaumsvif á Íslandi. Mín spurning til FME er þessi: Get ég sem sjóðsfélagi farið fram á að nýtt verði sú heimild sem stjórnarmaðurinn skrifaði uppá, nefnilega að upplýsa um fjármál sín, til þess að athuga hvort ráðstafanir á hans eigin fé voru í samræmi við það sem stjórn lífeyrissjóðsins samtímis taldi skynsamlegast? Lífeyrissjóður minn ákvað fyrir hrun að taka skortstöðu með íslensku krónunni, þ.e. að veðja á að hún myndi styrkjast. Vitað er að yfirleitt voru það háttsettir menn í innsta kjarna bankanna (umræddur stjórnarmaður var það) sem fengu að taka skortstöðuna gegn krónunni. Getur FME aflað þeirra upplýsinga hverjir það voru sem fengu að taka skortstöðuna gegn mínum lífeyrissjóði? (m.ö.o. hverjir það voru í mínum banka sem tóku skortstöðu gegn krónunni um svipað leyti og lífeyrissjóðurinn stimplaði inn sína skortstöðutöku með krónunni)? Sérstaklega er mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að athugað verði hvort ofannefndur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum eða fyrirtæki hans hafi tekið skortstöðu gegn krónunni í aðdraganum að bankahruninu. Getur FME t.d. aðstoðað mig sem sjóðsfélaga til þess að afla þessara upplýsinga? 2. Eigendur skuldsettra eignarhaldsfélaga á Íslandi stunda það nú að draga bestu eignirnar út úr eignarhaldsfélögunum og setja í önnur félög í sinni eigu. Við það rýrnar verðmæti eignarhaldsfélagsins og þar með einnig verðmæti skuldabréfa/hlutabréfa sem lífeyrissjóðir kunna að hafa keypt í eignarhaldsfélögunum. Því væri eðlilegt að þeir sem eiga skuldabréf eða hlutabréf í eignarhaldsfélögunum gætu komið í veg fyrir að verðmætar eignir hverfi úr eignarhaldsfélögunum. Lögfróðir menn hafa bent á að brottnám verðmætra eigna úr eignarhaldsfélögum sé því aðeins mögulegt að stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur, mótmæli því ekki. Á Íslandi eru stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur yfirleitt lífeyrissjóðir. Á almennum fundi í lífeyrissjóði mínum sem nýlega var haldinn, lýsti stjórnin megnri óánægju með að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi, en lífeyrissjóður minn er sennilega einn stærsti hluthafi/skuldabréfahafi Baugs. Jafnframt fullyrti stjórnin á fundinum að hún hefði ekki getað haft áhrif á að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi. Nú spyr ég FME; er það rétt? Með kærum þökkum. Höfundur er geðlæknir og lífeyrissparandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon skrifar um efnahagsmál. 1. Seinnihluta árs 2007 var skuldatryggingaálag íslensku bankanna þannig að ljóst var að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig. Einn aðaleigenda Glitnis lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta jafngilti gjaldþroti bankans, um það voru erlend fjármálatímarit sammála honum. Í bók Jóns F. Thorodsen, „Íslenska efnahagsundrið" lýsir hann því hvernig SMS-skeytum tók að rigna inn í farsíma fagfjárfesta í árslok 2007 þess efnis að rétt væri að selja öll persónuleg hlutabréf sín í bönkunum og taka allt sitt út úr peningasjóðunum. Þeir sem höfðu góðar upplýsingar um stöðu fjármálakerfisins, t.d. eigendur bankanna, fóru að taka skortstöður gegn íslensku krónunni í stórum stíl. Helmingur allra stærri hluthafa í bönkunum losuðu sig við hlutabréf sín síðustu 9 mánuði fyrir hrun. Þá vaknar spurningin; Hvers vegna aðhöfðust fagfjárfestar lífeyrissjóðanna ekki neitt? Sérstaklega fagfjárfestar sem tilnefndir voru af bönkunum til þess að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna að veita fjármálaráðgjöf? Voru þetta einu fagfjárfestarnir sem ekki fengu SMS? Þeir einu sem ekki lásu erlend tímarit sem bentu á að íslensku bankarnir yrðu brátt gjaldþrota? Þessu er erfitt að svara, hins vegar er ljóst að fulltrúar bankanna í stjórn lífeyrissjóðanna voru í verulegum vanda ef þeim var ljós hin raunverulega staða bankanna, við þeim blasti hollustuklemma, þ.e. þeir voru bæði umbjóðendur sjóðsfélaga og bankanna sem tilnefndu þá í stjórn lífeyrissjóðanna. Auk þess voru þeir í annarri kreppu. Ef þeir vissu að staða bankanna var tvísýn og að krónan myndi falla við hrun bankanna, hvað áttu þeir að gera við persónulega fjármuni sína? Það sama og þeir ráðlögðu lífeyrissjóðunum að gera? Í mínum lífeyrissjóði seldi fulltrúi bankans sín perónulegu hlutabréf í íslenskum bönkum og losaði sig við íslensku krónurnar sínar, á sama tíma og lífeyrissjóðurinn hélt sínum hlutabréfum í bönkunum og veðjaði miklum fjármunum á að íslenska krónan myndi styrkjast. Þessi fulltrúi bankans sem hafði langmesta þekkingu og innsýn í stöðu fjármálakerfisins, sagði hann nógu skýrt frá því á stjórnarfundum í lífeyrissjóðnum hvernig hann ráðstafaði sínum eigin eigum sem væntanlega endurspeglaði það sem hann taldi skynsamlegast? Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýsingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Ég veit að ofangreindur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum (sem reyndar nú er hættur) er með mikil fjármálaumsvif á Íslandi. Mín spurning til FME er þessi: Get ég sem sjóðsfélagi farið fram á að nýtt verði sú heimild sem stjórnarmaðurinn skrifaði uppá, nefnilega að upplýsa um fjármál sín, til þess að athuga hvort ráðstafanir á hans eigin fé voru í samræmi við það sem stjórn lífeyrissjóðsins samtímis taldi skynsamlegast? Lífeyrissjóður minn ákvað fyrir hrun að taka skortstöðu með íslensku krónunni, þ.e. að veðja á að hún myndi styrkjast. Vitað er að yfirleitt voru það háttsettir menn í innsta kjarna bankanna (umræddur stjórnarmaður var það) sem fengu að taka skortstöðuna gegn krónunni. Getur FME aflað þeirra upplýsinga hverjir það voru sem fengu að taka skortstöðuna gegn mínum lífeyrissjóði? (m.ö.o. hverjir það voru í mínum banka sem tóku skortstöðu gegn krónunni um svipað leyti og lífeyrissjóðurinn stimplaði inn sína skortstöðutöku með krónunni)? Sérstaklega er mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að athugað verði hvort ofannefndur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum eða fyrirtæki hans hafi tekið skortstöðu gegn krónunni í aðdraganum að bankahruninu. Getur FME t.d. aðstoðað mig sem sjóðsfélaga til þess að afla þessara upplýsinga? 2. Eigendur skuldsettra eignarhaldsfélaga á Íslandi stunda það nú að draga bestu eignirnar út úr eignarhaldsfélögunum og setja í önnur félög í sinni eigu. Við það rýrnar verðmæti eignarhaldsfélagsins og þar með einnig verðmæti skuldabréfa/hlutabréfa sem lífeyrissjóðir kunna að hafa keypt í eignarhaldsfélögunum. Því væri eðlilegt að þeir sem eiga skuldabréf eða hlutabréf í eignarhaldsfélögunum gætu komið í veg fyrir að verðmætar eignir hverfi úr eignarhaldsfélögunum. Lögfróðir menn hafa bent á að brottnám verðmætra eigna úr eignarhaldsfélögum sé því aðeins mögulegt að stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur, mótmæli því ekki. Á Íslandi eru stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur yfirleitt lífeyrissjóðir. Á almennum fundi í lífeyrissjóði mínum sem nýlega var haldinn, lýsti stjórnin megnri óánægju með að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi, en lífeyrissjóður minn er sennilega einn stærsti hluthafi/skuldabréfahafi Baugs. Jafnframt fullyrti stjórnin á fundinum að hún hefði ekki getað haft áhrif á að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi. Nú spyr ég FME; er það rétt? Með kærum þökkum. Höfundur er geðlæknir og lífeyrissparandi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar