Handbolti

Kiel í úrslit Meistaradeildarinar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason (í gallabuxum) fagnar með sínum mönnum í leikslok í kvöld.
Alfreð Gíslason (í gallabuxum) fagnar með sínum mönnum í leikslok í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Þýskalandsmeistarar Kiel tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta þó svo að liðið tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen í kvöld.

Löwen vann sigur á Kiel á heimavelli sínum, 31-30, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í kvöld. Kiel vann hins vegar fyrri leikinn með fjórtán marka mun og því nánast öruggt í úrslitin fyrir leik kvöldsins.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Löwen í kvöld, þar af tvö úr vítum.

Allt útlit er fyrir að Kiel mætir Ciudad Real í úrslitunum en það ræðst á laugardaginn þegar að Ciudad Real tekur á móti Hamburg í síðari viðureign liðanna í úrslitum. Spánverjarnir unnu eins marks sigur í Þýskalandi, 30-29, í fyrri viðureigninni. Ólafur Stefánsson leikur sem kunnugt er með Ciudad Real en er á leið til Rhein-Neckar Löwen á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×