Plastiðjan semur við Greiner Packaging Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2009 05:59 Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Nýlega keypti fyrirtækið tækjabúnað af Greiner en í kjölfarið hófust umræður um víðtækara samstarf sem felst í því að starfsmenn Greiner munu annast þjálfun á búnaðinn hér heima og sinna viðhaldi hans. Einn starfsmaður fyrirtækisins er þegar kominn til landsins í því skyni og annar væntanlegur í byrjun ágúst. Verður Plastiðjan að einhverju leyti söluaðili á Íslandi fyrir Greiner. Plastiðjan er stofnuð árið 1973 og hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki. „Við vorum aðalþjónustuaðili Ölgerðarinnar í 14 ár og sáum um allt þeirra flöskuplast auk þess sem við höfum þjónustað alla íslenska vatnsútflytjendur," segir Axel Óli Ægisson framkvæmdastjóri. Hann segir áherslur fyrirtækisins nú vera að breytast með þeim hætti að framvegis verði ætlunin að leggja mörgum aðilum til hvort tveggja lítið og mikið vörumagn í stað þess sem áður tíðkaðist en þá voru viðskiptavinirnir færri en magnið meira til hvers þeirra. Axel segir mjólkur- og drykkjarafurðaílát vera nýja línu í framleiðslunni og séu tækifærin næg með samstarfinu við Greiner Packaging, þar á meðal umbúðir um efnavörur, snyrtivörur og hvers kyns matvæli. Hans Adolf Hjartarson, fjármálastjóri Plastiðjunnar, segir að með nýju tækjunum muni fyrirtækið geta annað spurn allra íslenskra aðila eftir hvers kyns plastumbúðum. „Við sjáum líka möguleika í útflutningi á þessum afurðum, sérstaklega í ljósi þess hve veik krónan er núna," útskýrir Hans og bætir því við að launa-, rafmagns- og framleiðslukostnaður sé hlutfallslega lágur hér heima um þessar mundir miðað við meginland Evrópu. „Við horfum einkum á innanlandsmarkaðinn núna en í framhaldinu munum við skoða erlenda markaði af fullri alvöru," segir hann. Plastiðjan hefur nýlega í samstarfi við Nýja Landsbanka lokið við að fjármagna þá stækkun fyrirtækisins sem stendur fyrir dyrum. Nú starfa 10 manns hjá Plastiðjunni en þeir Axel Óli og Hans segjast allt eins eiga von á því að sá fjöldi tvöfaldist með þeim byr sem kominn sé í seglin með samstarfinu við Greiner. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Nýlega keypti fyrirtækið tækjabúnað af Greiner en í kjölfarið hófust umræður um víðtækara samstarf sem felst í því að starfsmenn Greiner munu annast þjálfun á búnaðinn hér heima og sinna viðhaldi hans. Einn starfsmaður fyrirtækisins er þegar kominn til landsins í því skyni og annar væntanlegur í byrjun ágúst. Verður Plastiðjan að einhverju leyti söluaðili á Íslandi fyrir Greiner. Plastiðjan er stofnuð árið 1973 og hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki. „Við vorum aðalþjónustuaðili Ölgerðarinnar í 14 ár og sáum um allt þeirra flöskuplast auk þess sem við höfum þjónustað alla íslenska vatnsútflytjendur," segir Axel Óli Ægisson framkvæmdastjóri. Hann segir áherslur fyrirtækisins nú vera að breytast með þeim hætti að framvegis verði ætlunin að leggja mörgum aðilum til hvort tveggja lítið og mikið vörumagn í stað þess sem áður tíðkaðist en þá voru viðskiptavinirnir færri en magnið meira til hvers þeirra. Axel segir mjólkur- og drykkjarafurðaílát vera nýja línu í framleiðslunni og séu tækifærin næg með samstarfinu við Greiner Packaging, þar á meðal umbúðir um efnavörur, snyrtivörur og hvers kyns matvæli. Hans Adolf Hjartarson, fjármálastjóri Plastiðjunnar, segir að með nýju tækjunum muni fyrirtækið geta annað spurn allra íslenskra aðila eftir hvers kyns plastumbúðum. „Við sjáum líka möguleika í útflutningi á þessum afurðum, sérstaklega í ljósi þess hve veik krónan er núna," útskýrir Hans og bætir því við að launa-, rafmagns- og framleiðslukostnaður sé hlutfallslega lágur hér heima um þessar mundir miðað við meginland Evrópu. „Við horfum einkum á innanlandsmarkaðinn núna en í framhaldinu munum við skoða erlenda markaði af fullri alvöru," segir hann. Plastiðjan hefur nýlega í samstarfi við Nýja Landsbanka lokið við að fjármagna þá stækkun fyrirtækisins sem stendur fyrir dyrum. Nú starfa 10 manns hjá Plastiðjunni en þeir Axel Óli og Hans segjast allt eins eiga von á því að sá fjöldi tvöfaldist með þeim byr sem kominn sé í seglin með samstarfinu við Greiner.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira