Viðskipti innlent

Húsleitirnar sagðar vandræðalegar fyrir endurskoðunarfyrirtækin

Fjallað er um húsleitir embættis sérstaks saksóknara hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers í vef breska dagblaðsins Telegraph í kvöld. Húsleitirnar eru sagðar vandræðalegar fyrir fyrirtækin.

Í fréttinni er vitnað Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem segir að 22 starfsmenn hafi tekið þátt í aðgerðunum í dag, þar á meðal sex erlendir ráðgjafar.

Í húsleitunum var lagt hald á umtalsvert af vinnugögnum, skýrslum og rafrænum gögnum eins og bréfaskriftir á milli bankanna og fyrirtækjanna. KPMG og Price Waterhouse Coopers önnuðust ársreikninga Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.


Tengdar fréttir

Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers

Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna.

Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG

Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu.

Húsleitir hjá PWC og KPMG

Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja






Fleiri fréttir

Sjá meira


×