Erlent

Lufthansa fellur frá kaupum á SAS

Óli Tynes skrifar
SAS er áfram eitt á báti. Eða þannig.
SAS er áfram eitt á báti. Eða þannig.

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur fallið frá öllum hugmyndum um að kaupa skandinaviska SAS flugfélagið.

Christoph Franz sem á sæti í stjórn Lufthansa hefur staðfest þetta í viðtali við vefsíðuna börsen.dk.

Franz segir að Lufthansa geti ekki leyst öll þau vandamál sem hin alþjóðlega flugumferð stendur andspænis.

Hann bætir því við að með kaupum í bæði British Midland og Austrian airlines hafi þýska flugfélagið nóg á sinni könnu. Félagið sé einnig sjálft með nokkuð þunga bagga.

Mikið tap hefur verið hjá SAS undanfarin misseri og ýmissa leiða leitað til þess að bjarga félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×