Skoðun

Davíð Oddsson og útrásar-skunkarnir

Magnús Ólafsson skrifar

Það var frábært viðtal við Davíð Oddsson í Kastljósi á dögunum. Þar kom sá Davíð Oddsson sem við munum eftir er hann var forsætisráðherra upp á yfirborðið. Hann reyndi að lýsa atburðarrásinni að hruninu þrátt fyrir inní grip spyrjandans, sem var þarna að reyna að koma Davíð á hnén.

En þeir sem þekkja Davíð, vita það að hann lætur ekki fara með sig neitt. Mér fannst líka að Sigmar spyrjandi kæmi ekki nógu vel undirbúinn til að ætla sér að klekkja á Davíð. Annars kom Sigmar bar vel frá þessu, en Davíð enn betur. Það sem að vekur athygli mína er að þrátt fyrir allar aðvaranirnar sem seðlabankastjórarnir voru búnir að senda frá sér virtist það ekki duga. Og einnig það að einn af þessum seðlabankastjórum Ingimundur Friðriksson, sem var flæmdur þarna út hefur verið beðinn um að koma til Norska Seðlabankans, segir það ekki ansi mikið um ágæti þessara manna sem verið er að reka þarna út. En vonandi skýrist þetta allt eins og Davíð sagði þegar búið verður að rannsaka þetta. En Davíð sagði líka að það vantaði einhvern í þessari minnihluta ríkisstjórn sem blæs bjartsýni í þjóðina, þannig að fólk sjái ljós í myrkrinu. Davíð hefði gert það, ef hann hefði verið forsætisráðherra, hann nær athygli fólks og það hlustar. Magnaður hæfileiki.

En snúm okkur að því sem gerst hefur á Íslandi undanfarna mánuði, það er verra en hamfarir af völdum náttúrunnar, vegna þess að þetta er gertist af mannavöldum og margir sáu hvað verða vildi, eins og Davíð Oddsson, en enginn gerði neitt og hlustuðu ekki á viðvaranir. Allir forystumenn þjóðarinnar og þingheimur allur sofnaði á verðinum og það sem verra er, enginn virðist bera ábyrgð og fáir hafa beðist afsökunar. Í rauninni á allur þingheimur að biðja þjóðina afsökunar.

Hvernig getur svona nokkuð gerst, þetta spyrja allir venjulegir þegnar þessa lands og fá engin svör. Hagfræðingar hafa verið með margar útskýringar og fáir þeirra eru sammála. Þetta er búið að vera ,,gósentíð´´ hjá þeim og ekki vissi maður að til væru svona margir hagfræðingar í svona litlu landi.

Stundum mætti halda að við værum 300 milljónir, en ekki 300 þúsund hræður. Þessir svo kölluðu útrásar-víkingar (vont að bendla víkingum við þá, betra að kalla þá útrásar-skunka, það er vond lykt af skunkum þegar þeir reka við), hafa kannski ruglast á fjöldanum og notað stærri töluna, enda allur þeirra útreikningur í samræmi við það, bara loftbóla sem er búin að koma allri þjóðinni á hvínandi hausinn og á hryðjuverkalista.

Við erum með 63 þingmenn og annað eins af aðstoðarmönnum. Sumir af þessum þingmönnum hafa varla migið í saltan sjó og vita ekki hvað það er að vinna úti á hinum almenna vinnumarkaði. Enda sýnir sig núna þegar maður sér sjónvarpað frá Alþingi að ég gæti farið í gamla góða ,,karatkerinn´´ minn Bjössa Bollu og passað vel í þennan sandkassa-leik sem þar fer fram. Hér áður fyrri sátu menn á þingi sem komu úr öllum stéttum þjóðfélagsin og voru í tengslum við hinn almenna vinnandi mann. Nú virðist vera nóg að vera lögfræðingur, viðskiptafræðingur eða bara einhver fræðingur þá ertu kominn á þing. Þessu þarf að breyta. Það þarf að fækka þingmönnum í 31 og borga þeim sem sitja á Alþingi góð laun, svo að fáist hæft fólk til starfa þar. Einngi tel ég að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi.

Sjálstæðisflokkurinn þarf að fara aftur í hin gömlu góðu gildi ,,STÉTT MEÐ STÉTT´´ og fylgjast með slagæð þjóðarinnar og vera í tengslum við hana.

Við verðum að læra af þessari bitru reynslu og láta ekki útrásar-skunka draga okkur á asna-eyrunum aftur. Einnig verður Sjálfstæðislokkurinn að gera eitthvað róttækt til að ná fyrri styrk og trúverðugleika.

Í raun þurfa allir stjórnmálaflokkar að fara í rækilega naflaskoðun. Það verður að kalla til nýtt fólk í öllum flokkum, það er ekki nóg að skipta um ,,front´´ á lélgum farsíma, innihaldið lagast ekki við það, þetta ættu allir flokkar að skoða alvarlega og eiga vita hvað átt er við.

Til að steypa síðustu ríkisstjórn af stalli fékk VG-hreyfingin Hörð Torfason gamaln trúbador og leikara eflaust mikill vinstri-maður, til að setja á svið hina svo kölluðu Búsáhalda-byltingu, með það að takmarki sínu að fella fyrrverandi ríkisstjórn og leggja Davíð Oddsson seðlabankastjóra í einelti og kenna honum og öðrum seðlabankamönnum um ófarirnar. Ekki nóg með það, heldur fór þetta lið heim til Davíðs og héldu fyrir honum vöku og konu hans, köstuðu í húsið hans eggjum og öðrum óþvera. Einnig fór móðir hans ekki varhluta af þessu sem er orðin öldruð, hvað er þetta fólk að hugsa? Hvar er mannúðin í þessu fólki, hefur þetta fólk ekki heyrt orðatiltakið ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar´´. Ég hélt nú að Hörður Torfason myndi ekki beita einelti þar sem að hann hefur bitra reynslu af því sjálfur, en hann var lagður í einelti á sínum tíma vegna samkynhneigðar sinnar og flúði land. Davíð hefur allavega ekki flúið land, enda mjög sterk persóna og hefur marga hildina háð.

Forsetaembættið sem er enn í höndum Ólafs Ragnars Grímssonar, sem er gamall pólitískur refur vinstri manna hefur á þessum örlagaríku mánuðum verið mjög ummdeilt. Ólafur tók svo sannlega þátt í að mæra útrásar-skunkana. Hann flaug í tíma og ótíma með skukunum landa á milli og hrópaði húrra, húrra við hvert tækifæri. Enda hefur það verið sagt að þeir sem eru lengst til vinstri verði mestu kapítalistarnir. Hann lét blekkjast eins og allir aðrir. Þetta forsetembætti okkar er að mínu mati orðið úrellt og ætti að nota Bessastaði í allt annað en það. Þeir sem eru ráðherrar í ríkisstjórn á hverjum tíma ættu að hafa aðstöðu þar og ekki sitja á Alþingi eins og ég nefndi hér áður. Forsætisráðherra hverju sinni ætti að vera æðsti maður þjóðarinnar.

Þetta ætti að skoða alvarlega þegar að stjórnarskrá Nýja-Íslands verður gerð.

Einnig þarf að taka á húsnæðismálakerfi þjóðarinnar og hafa lánin til 90 ára, eins og gert er í sumum nágrannalöndum okkar, svo að ungt fólk og þeir sem eru að byrja að búa þurfi ekki að eyða betsta tíma ævi sinnar í strit og þrældóm til að eignast þak yfir höfuðið. Nýr formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og verðandi formaður Sjálstæðisflokksins Bjarni Benediktsson virðast vera að sjá að eitthvað róttækt gagnvart heimilunum í landinu þarf að gerast, sem Jóhanna forsætisráðherra virðist vera á móti. Við þurfum líka að nýta okkar auðlindir betur, leyfa hvalveiðar og nota orkulindir okkar til skynsamlegra nota, ekki bara í álver. Styða við bakið á þeim sem minna meiga sín í landi okkar. Hætta að láta fólk sem er búið er að leggja peninga í lífeyrissjóði að borga af þeim peningum skatta þegar þeir peningar eru greiddir út. Einnig þarf að breyta því að fólk sem komið er á efri ár og hætt að vinna þurfi ekki að að borga fasteignaskatta af eignum sínum, það fólk er marg búið að greiða sinn skerf til þjóðfélagsins.

Við Íslendingar eigum einnig að fá okkar fiskveiðikvóta aftur, sem Framsóknarflokkurinn gaf á sínum tíma til útvaldra útgerðarmanna, en eflaust gæti það orðið snúið, en með heiðarlegum vinnubrögðum ætti það að vera hægt.

Þessar línur eru skrifaðar sem hugleiðing um þetta ástand sem við Íslendingar höfum lent í og fyrst og fremst vegna útrásar-skunkann sem verða að koma heim og svara til saka, þó það kosti að Interpol þurfi að leita þá uppi og koma þeim heim. Þetta eru föðurlandssvikarar og í öðrum siðmenntuðum löndum vitum við hvað er gert við slíka menn!!!

Magnús Ólafsson, leikari og markaðsstjóri.






Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×