Viggó: Ósvífni og viðbjóður Elvar Geir Magnússon skrifar 2. mars 2009 20:03 Viggó Sigurðsson. Mútumál skekur þýska handboltann. Forráðamenn Kiel eru grunaðir um að hafa mútað pólskum dómurum fyrir úrslitarimmu Meistaradeildarinnar árið 2007. Kiel mætti öðru þýsku liði, Flensburg, í úrslitum. Fyrri leik liðanna í lauk með jafntefli, 28-28. Kiel vann svo síðari leikinn, 29-27, og mun hafa mútað pólskum dómurum þess leiks. Viggó Sigurðsson þjálfaði í mörg ár í Þýskalandi og hefur oft gagnrýnt forystumenn í handboltanum fyrir að taka ekki á spillingu í handboltaheiminum. „Þetta er búið að vera viðvarandi mjög lengi og verið krabbamein á handboltanum. Jafnvel eftirlitsmenn sem hafa komið héðan hafa bent manni á dómarapör sem hægt er að múta. Þessar fréttir eru enginn nýr sannleikur fyrir mér heldur staðfesting á því sem ég hef haldið fram," sagði Viggó í kvöldfréttum á Stöð 2. Noka Serdarusic þjálfaði Kiel þegar þetta atvik kom upp en hann hætti þar nú í vor. Alfreð Gíslason tók við hans starfi. Til stóð að Serdarusic myndi taka við þjálfun Rhein-Neckar Löwen í sumar en hann hætti við það og bar fyrir sér heilsufarsástæður. „Það er vitneskja um að þjálfari Kiel rétti pólsku dómurunum peningaumslag. Þetta kemur frá þjálfaranum sjálfum sem ætlaði að notfæra sér þetta til að ná í Karabatic og sagðist hafa á Kiel ákveðna hengingaról. Rhein-Neckar Löwen hafði bein í nefinu og rifti samningum við hann og kærðu málið," segir Viggó. „Ég hef margoft gagnrýnt dómara og störf þeirra. Eftirlit með dómurum er í molum og það á við hér á landi líka. Við erum að þvælast með dómarapör sem eru óhæf til að dæma í 1. deild ár eftir ár. Ég hefði viljað taka annan vinkil á þessum málum og fá meiri fagmennsku í þetta." „Ef við tjáum okkur eitthvað um þessi mál þá erum við bara dæmdir í leikbann sem er hreint lögbrot þar sem við erum bara í okkar vinnu. Það er reynt að þagga alla umræðu niður en sem betur fer er þetta komið upp á yfirborðið og þetta er ósvífni og viðbjóður." Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Mútumál skekur þýska handboltann. Forráðamenn Kiel eru grunaðir um að hafa mútað pólskum dómurum fyrir úrslitarimmu Meistaradeildarinnar árið 2007. Kiel mætti öðru þýsku liði, Flensburg, í úrslitum. Fyrri leik liðanna í lauk með jafntefli, 28-28. Kiel vann svo síðari leikinn, 29-27, og mun hafa mútað pólskum dómurum þess leiks. Viggó Sigurðsson þjálfaði í mörg ár í Þýskalandi og hefur oft gagnrýnt forystumenn í handboltanum fyrir að taka ekki á spillingu í handboltaheiminum. „Þetta er búið að vera viðvarandi mjög lengi og verið krabbamein á handboltanum. Jafnvel eftirlitsmenn sem hafa komið héðan hafa bent manni á dómarapör sem hægt er að múta. Þessar fréttir eru enginn nýr sannleikur fyrir mér heldur staðfesting á því sem ég hef haldið fram," sagði Viggó í kvöldfréttum á Stöð 2. Noka Serdarusic þjálfaði Kiel þegar þetta atvik kom upp en hann hætti þar nú í vor. Alfreð Gíslason tók við hans starfi. Til stóð að Serdarusic myndi taka við þjálfun Rhein-Neckar Löwen í sumar en hann hætti við það og bar fyrir sér heilsufarsástæður. „Það er vitneskja um að þjálfari Kiel rétti pólsku dómurunum peningaumslag. Þetta kemur frá þjálfaranum sjálfum sem ætlaði að notfæra sér þetta til að ná í Karabatic og sagðist hafa á Kiel ákveðna hengingaról. Rhein-Neckar Löwen hafði bein í nefinu og rifti samningum við hann og kærðu málið," segir Viggó. „Ég hef margoft gagnrýnt dómara og störf þeirra. Eftirlit með dómurum er í molum og það á við hér á landi líka. Við erum að þvælast með dómarapör sem eru óhæf til að dæma í 1. deild ár eftir ár. Ég hefði viljað taka annan vinkil á þessum málum og fá meiri fagmennsku í þetta." „Ef við tjáum okkur eitthvað um þessi mál þá erum við bara dæmdir í leikbann sem er hreint lögbrot þar sem við erum bara í okkar vinnu. Það er reynt að þagga alla umræðu niður en sem betur fer er þetta komið upp á yfirborðið og þetta er ósvífni og viðbjóður."
Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira