Viggó: Ósvífni og viðbjóður Elvar Geir Magnússon skrifar 2. mars 2009 20:03 Viggó Sigurðsson. Mútumál skekur þýska handboltann. Forráðamenn Kiel eru grunaðir um að hafa mútað pólskum dómurum fyrir úrslitarimmu Meistaradeildarinnar árið 2007. Kiel mætti öðru þýsku liði, Flensburg, í úrslitum. Fyrri leik liðanna í lauk með jafntefli, 28-28. Kiel vann svo síðari leikinn, 29-27, og mun hafa mútað pólskum dómurum þess leiks. Viggó Sigurðsson þjálfaði í mörg ár í Þýskalandi og hefur oft gagnrýnt forystumenn í handboltanum fyrir að taka ekki á spillingu í handboltaheiminum. „Þetta er búið að vera viðvarandi mjög lengi og verið krabbamein á handboltanum. Jafnvel eftirlitsmenn sem hafa komið héðan hafa bent manni á dómarapör sem hægt er að múta. Þessar fréttir eru enginn nýr sannleikur fyrir mér heldur staðfesting á því sem ég hef haldið fram," sagði Viggó í kvöldfréttum á Stöð 2. Noka Serdarusic þjálfaði Kiel þegar þetta atvik kom upp en hann hætti þar nú í vor. Alfreð Gíslason tók við hans starfi. Til stóð að Serdarusic myndi taka við þjálfun Rhein-Neckar Löwen í sumar en hann hætti við það og bar fyrir sér heilsufarsástæður. „Það er vitneskja um að þjálfari Kiel rétti pólsku dómurunum peningaumslag. Þetta kemur frá þjálfaranum sjálfum sem ætlaði að notfæra sér þetta til að ná í Karabatic og sagðist hafa á Kiel ákveðna hengingaról. Rhein-Neckar Löwen hafði bein í nefinu og rifti samningum við hann og kærðu málið," segir Viggó. „Ég hef margoft gagnrýnt dómara og störf þeirra. Eftirlit með dómurum er í molum og það á við hér á landi líka. Við erum að þvælast með dómarapör sem eru óhæf til að dæma í 1. deild ár eftir ár. Ég hefði viljað taka annan vinkil á þessum málum og fá meiri fagmennsku í þetta." „Ef við tjáum okkur eitthvað um þessi mál þá erum við bara dæmdir í leikbann sem er hreint lögbrot þar sem við erum bara í okkar vinnu. Það er reynt að þagga alla umræðu niður en sem betur fer er þetta komið upp á yfirborðið og þetta er ósvífni og viðbjóður." Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Mútumál skekur þýska handboltann. Forráðamenn Kiel eru grunaðir um að hafa mútað pólskum dómurum fyrir úrslitarimmu Meistaradeildarinnar árið 2007. Kiel mætti öðru þýsku liði, Flensburg, í úrslitum. Fyrri leik liðanna í lauk með jafntefli, 28-28. Kiel vann svo síðari leikinn, 29-27, og mun hafa mútað pólskum dómurum þess leiks. Viggó Sigurðsson þjálfaði í mörg ár í Þýskalandi og hefur oft gagnrýnt forystumenn í handboltanum fyrir að taka ekki á spillingu í handboltaheiminum. „Þetta er búið að vera viðvarandi mjög lengi og verið krabbamein á handboltanum. Jafnvel eftirlitsmenn sem hafa komið héðan hafa bent manni á dómarapör sem hægt er að múta. Þessar fréttir eru enginn nýr sannleikur fyrir mér heldur staðfesting á því sem ég hef haldið fram," sagði Viggó í kvöldfréttum á Stöð 2. Noka Serdarusic þjálfaði Kiel þegar þetta atvik kom upp en hann hætti þar nú í vor. Alfreð Gíslason tók við hans starfi. Til stóð að Serdarusic myndi taka við þjálfun Rhein-Neckar Löwen í sumar en hann hætti við það og bar fyrir sér heilsufarsástæður. „Það er vitneskja um að þjálfari Kiel rétti pólsku dómurunum peningaumslag. Þetta kemur frá þjálfaranum sjálfum sem ætlaði að notfæra sér þetta til að ná í Karabatic og sagðist hafa á Kiel ákveðna hengingaról. Rhein-Neckar Löwen hafði bein í nefinu og rifti samningum við hann og kærðu málið," segir Viggó. „Ég hef margoft gagnrýnt dómara og störf þeirra. Eftirlit með dómurum er í molum og það á við hér á landi líka. Við erum að þvælast með dómarapör sem eru óhæf til að dæma í 1. deild ár eftir ár. Ég hefði viljað taka annan vinkil á þessum málum og fá meiri fagmennsku í þetta." „Ef við tjáum okkur eitthvað um þessi mál þá erum við bara dæmdir í leikbann sem er hreint lögbrot þar sem við erum bara í okkar vinnu. Það er reynt að þagga alla umræðu niður en sem betur fer er þetta komið upp á yfirborðið og þetta er ósvífni og viðbjóður."
Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti