Sóknarleikur í ferðaþjónustu Magnús Orri Schram skrifar 13. október 2009 06:00 Það er ánægjulegt að sjá þann kraft sem einkennir ferðaþjónustuna um þessar mundir. Hvarvetna er sótt fram af bjartsýni og dug. Nú á dögunum kynntu tvö helstu flugfélögin aukinn sóknarleik á næsta ári. Iceland Express hyggst bæta við Ameríkuflugi og fjölgun áfangastaða í Evrópu, og Icelandair mun auka sætaframboð sitt um 10%. Þessi fjölgun ferða hefur í för með sér fjölgun starf hjá flugfélögunum og hjá ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Líklega má reikna með tæplega 500 störfum vegna þessarar aukningar. Sú jákvæða þróun hefur einnig átt sér stað að hver og einn ferðamaður er að skila meiri tekjum í þjóðarbúið. Þannig er arðsemin í geiranum að styrkjast mikið. Er nú svo komið að ferðaþjónustan er önnur mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi, en um 17% af erlendum þjóðartekjum koma í gegnum erlenda ferðamenn. Stjórnmálamenn verða að horfa í eigin barm og íhuga með hvaða hætti er best að styrkja þessa þróun. Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt á það þunga áherslu að það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir ætla til stuðnings íslensku atvinnulífi í vetur verði að einhverju leyti beint til ferðaþjónustunnar. Margvíslegar leiðir er hægt að hugsa sé þar, s.s. við uppbyggingu á lykilferðamannastöðum og innan þjóðgarða. Um leið á ríkisvaldið að styrkja þá þætti ferðaþjónustunnar sem auka arðsemi hennar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er til að mynda mikilvægt skref til að styrkja ráðstefnumarkaðinn á Íslandi og miklir eru möguleikar okkar á sviði heilsuferðaþjónustu. Annars vegar hvað snertir framboð á lækningaþjónustu fyrir erlenda gesti og mikilvægt að ferðaþjónustunnar eigi þar gott samstarf við yfirvöld heilbrigðismála. Hins vegar eru sóknarfæri fyrir þá sem eru almenn heilbrigðir þ.e. í afslöppunar- og vellíðunarferðaþjónustu (wellness), og sækja í heilsulindir eða almennar laugar. Þar gegnir íslenska vatnið lykilhlutverki, en mikið aðgengi að gufu, heitu, köldu og heilnæmu vatni getur verið það sértæka sem gerir Íslandi kleift að vera í fremstu röð á sviði heilsuferðaþjónustu. Það liggja víða sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og þau ber að nýta nú um stundir. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá þann kraft sem einkennir ferðaþjónustuna um þessar mundir. Hvarvetna er sótt fram af bjartsýni og dug. Nú á dögunum kynntu tvö helstu flugfélögin aukinn sóknarleik á næsta ári. Iceland Express hyggst bæta við Ameríkuflugi og fjölgun áfangastaða í Evrópu, og Icelandair mun auka sætaframboð sitt um 10%. Þessi fjölgun ferða hefur í för með sér fjölgun starf hjá flugfélögunum og hjá ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Líklega má reikna með tæplega 500 störfum vegna þessarar aukningar. Sú jákvæða þróun hefur einnig átt sér stað að hver og einn ferðamaður er að skila meiri tekjum í þjóðarbúið. Þannig er arðsemin í geiranum að styrkjast mikið. Er nú svo komið að ferðaþjónustan er önnur mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi, en um 17% af erlendum þjóðartekjum koma í gegnum erlenda ferðamenn. Stjórnmálamenn verða að horfa í eigin barm og íhuga með hvaða hætti er best að styrkja þessa þróun. Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt á það þunga áherslu að það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir ætla til stuðnings íslensku atvinnulífi í vetur verði að einhverju leyti beint til ferðaþjónustunnar. Margvíslegar leiðir er hægt að hugsa sé þar, s.s. við uppbyggingu á lykilferðamannastöðum og innan þjóðgarða. Um leið á ríkisvaldið að styrkja þá þætti ferðaþjónustunnar sem auka arðsemi hennar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er til að mynda mikilvægt skref til að styrkja ráðstefnumarkaðinn á Íslandi og miklir eru möguleikar okkar á sviði heilsuferðaþjónustu. Annars vegar hvað snertir framboð á lækningaþjónustu fyrir erlenda gesti og mikilvægt að ferðaþjónustunnar eigi þar gott samstarf við yfirvöld heilbrigðismála. Hins vegar eru sóknarfæri fyrir þá sem eru almenn heilbrigðir þ.e. í afslöppunar- og vellíðunarferðaþjónustu (wellness), og sækja í heilsulindir eða almennar laugar. Þar gegnir íslenska vatnið lykilhlutverki, en mikið aðgengi að gufu, heitu, köldu og heilnæmu vatni getur verið það sértæka sem gerir Íslandi kleift að vera í fremstu röð á sviði heilsuferðaþjónustu. Það liggja víða sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og þau ber að nýta nú um stundir. Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun