Innlent

Rósa Guðbjartsdóttir vill leiðtogasætið í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir.
Rósa Guðbjartsdóttir.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri 30. janúar næstkomandi.

Rósa hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2006 og á sæti í bæjarráði Hafnarfjarðar. Hún var í þrjú ár í fræðsluráði bæjarins en situr nú í Skipulags- og byggingarráði. Rósa er formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og er í fagráði Velferðarsjóðs barna.

Rósa er 44 ára stjórnmálafræðingur, gift Jónasi Sigurgeirssyni sagnfræðingi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5-14 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×