Button mun ekki bogna né brotna 29. júní 2009 10:18 Jenson Button frá Bretlandi leiðir meistaramótið í Formúlu 1 á Brawn GP bíl. Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello. Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello.
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira