Button mun ekki bogna né brotna 29. júní 2009 10:18 Jenson Button frá Bretlandi leiðir meistaramótið í Formúlu 1 á Brawn GP bíl. Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Vettel sótti sjö stig á Button í síðasta móti og náði besta tíma í tímatökum og Bretinn tapaði á Silverstone, sem var draumur hans að vinna á. "Button verður sterkur sem fyrr. Hann er þroskaður ökumaður og þó hann hafi aðeins náð sjötta sæti síðasta, þá mætir hann tvíelfdur til leiks í næsta mót. Andstæðingar hans, þeirra á meðal ég, verða að hafa fyrir hlutunum", sagði Barrichello sem varð annar á eftir Vettel og Webber á Silverstone. Barrichello er 23 stigum á eftir Button í stigamótinu. "Button byrjaði tímabilið feykivel og hann nýtti öll færi sem gáfust og vann sex mót. Hann notaði jákvæðu orkuna sem velgengnin gaf og ég hef ekki trú á að hann bogni eða brotni undan álaginu, þó ekki hafa gengið vel síðast", sagði Barrichello.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira