Háskólinn Eiríkur Bergmann skrifar 21. október 2009 06:00 Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar