Háskólinn Eiríkur Bergmann skrifar 21. október 2009 06:00 Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun