Innlent

Veðurstofan varar sjómenn við hafís

Mynd/lhg.is
Mynd/lhg.is
Veðurstofan varar skipstjórnarmenn við hafís út af Vestfjörðum en í tilkynningu hennar kemur fram að þykk ísspöng sé nú um 50 sjómílur norðvestur af Barða og reki hana í suðurátt.

Sjófarendur eru beðnir um að fara að öllu með gát á svæðinu. Gert sé ráð fyrir norðanátt um helgina og því megi ætla að spöngin hreyfist áfram í suðurátt. Ísspöngin sést vel í ratsjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×