Handbolti

Kiel vill framlengja samning Alfreðs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic Photos / AFP
Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Kiel vilja framlengja samning Alfreðs Gíslasonar þjálfara til loka tímabilsins 2014.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Alfreð tók við Kiel fyrir síðasta tímabil og gerði þá samning til 2011. Hann gerði liðið að tvöföldum meisturum í fyrra og liðið trónir nú á toppi deildarinnar.

„Við erum að ræða samningamálin þessa dagana. Þeir vilja að ég skrifi undir samning til 2013 og ég sé fátt því til fyrirstöðu. Þetta er stórkostlegur klúbbur til að vinna hjá. Ég sé enga ástæðu til að færa mig um set, hvorki innan né utan Þýskalands. Kiel er frábært félag í alla staði," sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×