Fyrirmyndarsamband? 16. desember 2009 06:00 Þorvaldur Víðisson skrifar um KSÍ. Um þriggja milljóna króna úttekt fjármálastjóra KSÍ af korti sambandsins á nektarstað í Zürich hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu vikur. Málið er án efa erfitt fyrir þá sem því tengjast og hefur sjálfsagt legið þungt á fjármálastjóranum og öðrum. Þessi orð eru ekki skrifuð til að auka á þjáningarnar sem málið hefur haft í för með sér, en nokkrum atriðum finnst mér þó mikilvægt að velta upp í umræðunni. Athyglisvert er að málið fékk enga umfjöllun á Íslandi fyrr en erlendir dómstólar höfðu það til meðhöndlunar og erlendir fjölmiðlar vöktu máls á því. Spurningin vaknar hversu mörg sambærileg mál á vegum KSÍ hafa fengið meðferð þöggunar? Er mál fjármálastjórans einsdæmi? Er hugsanlegt að fjármagn KSÍ og aðildarfélaga þess sé og hafi verið notað í svipuðum tilgangi? Auk framkominnar afsökunarbeiðni stjórnar KSÍ vegna málsins hlýtur stjórnin að vilja taka af öll tvímæli um að fleiri sambærileg mál sé um að ræða.Knattspyrnan og forvarnirKnattspyrna var að mestu karlasport þar til fyrir nokkrum áratugum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á iðkendahópnum síðustu áratugi og hefur þátttaka í kvennaboltanum aukist mikið. Árangur kvennalandsliðsins hefur náð hæðum sem þjóðin hefur ekki þekkt áður á þessum vettvangi og er það vel. Knattspyrna er skemmtileg íþrótt sem fyrst og fremst er stunduð og iðkuð á Íslandi undir merkjum forvarna- og uppeldisstarfs. Krafa er gerð til leikmanna meistaraflokks að þeir séu öðrum til fyrirmyndar innan vallar sem utan og eru margir í þeim hópi sem taka hlutverk sitt alvarlega. Íþróttahreyfingin sinnir starfinu af alúð og elju hvarvetna um landið og hafa aðildarfélög KSÍ unnið gríðarlega öflugt starf víða. Mótshald er í miklum blóma og leggja sjálfboðaliðar starfinu mikið til á hverju ári. Sparkvellirnir um landið hafa einnig stuðlað að almennri hreyfingu og lýðheilsu. Ríkir sátt um afgreiðslu málsins?Hvernig sem á umrætt mál er litið þá er það og afgreiðsla þess á skjön við hið góða starf sem unnið er í aðildarfélögum KSÍ um land allt. Ég sakna þess að heyra ekki í stjórnum aðildarfélaga sambandsins sem og foreldrum barna sem stunda knattspyrnu innan sambandsins varðandi mál fjármálastjórans og afgreiðslu stjórnarinnar. Samræmist afgreiðsla málsins þeirra væntingum til stjórnar KSÍ? Ef svo er þá þarf væntanlega ekki að ræða þetta mál frekar. Ég efast hins vegar um að sátt ríki um málið og niðurstöðu þess. En ef engar raddir heyrast frá foreldrum, iðkendum, stjórnum aðildarfélaga og öðrum má sjálfsagt túlka þögnina sem samþykki. Að kaupa sér aðgang að nekt og líkama annarrar manneskju á ekki að viðurkennast í vinnu- eða frítíma starfsfólks knattspyrnusambands sem kennir sig við uppeldi, forvarnir og æskulýð. Það er forkastanlegt af fjármálastjóranum, sem var fulltrúi KSÍ og á vissan hátt fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grundu, að blanda vinnuferð sinni saman við veru á strípistað og nektarbúllu. Svo ekki sé talað um að veifa korti sambandsins í því samhengi. Ályktun Prestastefnu 2006Afsökunarbeiðni stjórnarinnar og fyrirhuguð gerð siðareglna er í besta falli skref í rétta átt, en í samhengi þessa máls útúrsnúningur og leið til að takast ekki á við málið. Prestastefna kirkjunnar 2006 ályktaði um hugsanleg tengsl vændis og HM í knattspyrnu sem haldið var í Þýskalandi það ár. Þarlendir aðilar staðfestu grun um innflutning vændiskvenna frá fyrrum A-Evrópu til að svara þeim ,,markaði" sem fylgdi knattspyrnuveislunni. Prestastefna skoraði þá á stjórn KSÍ að tala skýrt gegn slíkum tengslum opinskátt og á sínum vettvangi og hvatti um leið sambandið til dáða í sínu mikilvæga starfi. Svör fyrrum formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, við áskoruninni og hvatningunni einkenndust af litlu öðru en skætingi. Mál fjármálastjórans sýnir fram á nauðsyn þess að taka af festu á málum sem þessum. Endurskoðun á starfsvettvangiEf stjórn KSÍ og einstaklingar í æðstu embættum sambandsins eru ekki færir um að axla þá ábyrgð sem starfinu fylgir í sínum vinnutíma og einkalífi, til dæmis með því að vera þær fyrirmyndir sem sambandið getur stólað á, hljóta þeir aðilar að þurfa að endurskoða sinn starfsvettvang. Höfundur er prestur og fótboltaáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Víðisson skrifar um KSÍ. Um þriggja milljóna króna úttekt fjármálastjóra KSÍ af korti sambandsins á nektarstað í Zürich hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu vikur. Málið er án efa erfitt fyrir þá sem því tengjast og hefur sjálfsagt legið þungt á fjármálastjóranum og öðrum. Þessi orð eru ekki skrifuð til að auka á þjáningarnar sem málið hefur haft í för með sér, en nokkrum atriðum finnst mér þó mikilvægt að velta upp í umræðunni. Athyglisvert er að málið fékk enga umfjöllun á Íslandi fyrr en erlendir dómstólar höfðu það til meðhöndlunar og erlendir fjölmiðlar vöktu máls á því. Spurningin vaknar hversu mörg sambærileg mál á vegum KSÍ hafa fengið meðferð þöggunar? Er mál fjármálastjórans einsdæmi? Er hugsanlegt að fjármagn KSÍ og aðildarfélaga þess sé og hafi verið notað í svipuðum tilgangi? Auk framkominnar afsökunarbeiðni stjórnar KSÍ vegna málsins hlýtur stjórnin að vilja taka af öll tvímæli um að fleiri sambærileg mál sé um að ræða.Knattspyrnan og forvarnirKnattspyrna var að mestu karlasport þar til fyrir nokkrum áratugum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á iðkendahópnum síðustu áratugi og hefur þátttaka í kvennaboltanum aukist mikið. Árangur kvennalandsliðsins hefur náð hæðum sem þjóðin hefur ekki þekkt áður á þessum vettvangi og er það vel. Knattspyrna er skemmtileg íþrótt sem fyrst og fremst er stunduð og iðkuð á Íslandi undir merkjum forvarna- og uppeldisstarfs. Krafa er gerð til leikmanna meistaraflokks að þeir séu öðrum til fyrirmyndar innan vallar sem utan og eru margir í þeim hópi sem taka hlutverk sitt alvarlega. Íþróttahreyfingin sinnir starfinu af alúð og elju hvarvetna um landið og hafa aðildarfélög KSÍ unnið gríðarlega öflugt starf víða. Mótshald er í miklum blóma og leggja sjálfboðaliðar starfinu mikið til á hverju ári. Sparkvellirnir um landið hafa einnig stuðlað að almennri hreyfingu og lýðheilsu. Ríkir sátt um afgreiðslu málsins?Hvernig sem á umrætt mál er litið þá er það og afgreiðsla þess á skjön við hið góða starf sem unnið er í aðildarfélögum KSÍ um land allt. Ég sakna þess að heyra ekki í stjórnum aðildarfélaga sambandsins sem og foreldrum barna sem stunda knattspyrnu innan sambandsins varðandi mál fjármálastjórans og afgreiðslu stjórnarinnar. Samræmist afgreiðsla málsins þeirra væntingum til stjórnar KSÍ? Ef svo er þá þarf væntanlega ekki að ræða þetta mál frekar. Ég efast hins vegar um að sátt ríki um málið og niðurstöðu þess. En ef engar raddir heyrast frá foreldrum, iðkendum, stjórnum aðildarfélaga og öðrum má sjálfsagt túlka þögnina sem samþykki. Að kaupa sér aðgang að nekt og líkama annarrar manneskju á ekki að viðurkennast í vinnu- eða frítíma starfsfólks knattspyrnusambands sem kennir sig við uppeldi, forvarnir og æskulýð. Það er forkastanlegt af fjármálastjóranum, sem var fulltrúi KSÍ og á vissan hátt fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grundu, að blanda vinnuferð sinni saman við veru á strípistað og nektarbúllu. Svo ekki sé talað um að veifa korti sambandsins í því samhengi. Ályktun Prestastefnu 2006Afsökunarbeiðni stjórnarinnar og fyrirhuguð gerð siðareglna er í besta falli skref í rétta átt, en í samhengi þessa máls útúrsnúningur og leið til að takast ekki á við málið. Prestastefna kirkjunnar 2006 ályktaði um hugsanleg tengsl vændis og HM í knattspyrnu sem haldið var í Þýskalandi það ár. Þarlendir aðilar staðfestu grun um innflutning vændiskvenna frá fyrrum A-Evrópu til að svara þeim ,,markaði" sem fylgdi knattspyrnuveislunni. Prestastefna skoraði þá á stjórn KSÍ að tala skýrt gegn slíkum tengslum opinskátt og á sínum vettvangi og hvatti um leið sambandið til dáða í sínu mikilvæga starfi. Svör fyrrum formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, við áskoruninni og hvatningunni einkenndust af litlu öðru en skætingi. Mál fjármálastjórans sýnir fram á nauðsyn þess að taka af festu á málum sem þessum. Endurskoðun á starfsvettvangiEf stjórn KSÍ og einstaklingar í æðstu embættum sambandsins eru ekki færir um að axla þá ábyrgð sem starfinu fylgir í sínum vinnutíma og einkalífi, til dæmis með því að vera þær fyrirmyndir sem sambandið getur stólað á, hljóta þeir aðilar að þurfa að endurskoða sinn starfsvettvang. Höfundur er prestur og fótboltaáhugamaður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar