Titilslagur framundan í Singapúr 26. september 2009 07:12 Jenson Button hefur forystu í stigakeppni ökumanna og á marga aðdáendur eftir gott gengi á árinu. Mynd: Getty Images Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í gær, en Vettel á þeirri síðari. Barrichello hefur unnið tvö af síðustu þremur mótum og er aðeins 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna, en um tíma var munurinn á milli þeirra 26 stig. Vettel er nú 26 stigum á eftir Button, þegar fjórum mótum er ólokið og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Róður hans er erfiður, en Vettel segist stefna á sigur í hverju móti til að ná marki sínu. Webber hefur hinsvegar gefið von um titil upp á bátinn. Hann klessti bíl sinn í gær, en mætir með endurbyggðan bíl í lokaæfinguna í dag og svo tímatökuna. Button og Barrichello segjast báðir ætla að berjast um titilinn á heiðarlegan hátt og miðla upplýsingum til hvors annars Þó þeir séu keppinautar um titilinn og jafnframt liðsfélagar. "Hamilton hefur bent á það að þegar aðeins tvö mót voru eftir 2007, þá var hann með 17 stiga forskot og tapaði af titlinum til Kimi Raikkönen. Það er svo margt sem getur gerst og ég tek eina keppni í einu og gæti þess að vera jákvæður. Ég vill keppa til sigurs en verð líka að hugsa um stigin. Ég hlakka mjög til lokabaráttunnar og þeirra móta sem eftir eru", sagði Button. Fernando Alonso vann mótið í Singapúr í fyrra, þegar Renault liðið svindlaði, en hann var þó saklaus í málinu. Alonso var með næst besta tíma í gær og til alls líklegur á erfiðri braut. Æfingin í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55 og tímatakan í opinni dagskrá kl. 13.45. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira