Nýtt Formúlu 1 mót í Kóreu 2010 22. september 2009 08:36 Mótsvæðið í Kóreu er við sjóinn, sviapð og í Mónakó. mynd: kappakstur.is FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr. Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Asíu, en einn ökumaður er frá þessari álfu og það er Kazuki Nakajima hjá Williams, en hann er japanskur. Nýlega var nýtt lið tilkynnt til sögunnar sem keppir á næsta ári, en það er Lotus sem er styrkt af malasísku ríkisstjórninni og Proton bílaframleiðandanum. Mót er haldið í Kuala Lumpur á hverju ári og ljóst að áhugi mann mun síst minnka í Asíu við þær fréttir að keppt verður í Kóreu. Brautin þar í landi er hin glæsilegasta og byggð á hafnarsvæði og kostar liðlega 160 miljónir dala að koma henni í gagnið. Mótsvæðið minnir um margt á Mónakó, Valencia og Abu Dhabi, en síðastnefnda svæðið verður tekið í notkun í lok þessa keppnistímabils í fyrsta skipti. Brautin í Kóreu er 5.6 km löng og verður ekin rangsælis, eins og gert er í Istanbúl og Sau Paulo. Sjá mótaskrá FIA 2010
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira