Óvissuferð í boði iðnaðarráðherra 28. desember 2009 06:00 Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun