Dómskerfið: Annar möguleiki í stöðunni 28. nóvember 2009 06:00 Burðir dómstóla til að sinna eftirköstum efnahagshrunsins hafa verið í kastljósinu að undanförnu. Aukinn málafjöldi á nær öllum sviðum hefur valdið töluverðu álagi á dómskerfið og allar líkur eru á að framhald verði á þeirri þróun, líkt og kom fram í nýlegri ályktun Lögmannafélags Íslands. Þar hefur sérstaklega verið bent á stórfellda aukningu í munnlega fluttum einkamálum, ágreiningsmál vegna gjaldþrota, sakamál og tilkomu greiðsluaðlögunarmála. Aukið álag, aukinn kostnaðurAð mati margra er afar brýnt að brugðist verði hið fyrsta við þessari stöðu, m.a. með auknum fjárhagslegum stuðningi hins opinbera við dómstóla landsins. Með því mætti a.m.k. tímabundið fjölga dómurum, aðstoðarmönnum og öðru starfsliði dómstólanna og þar með tryggja frekar faglega, skjóta og réttláta málsmeðferð í öllum málum. Full ástæða er til að taka þessi tilmæli alvarlega enda er mikilvægi skilvirkra og faglegra dómstóla engum vafa undirorpið. Að þessu leyti eru skjót viðbrögð stjórnvalda skiljanleg, en dómsmálaráðherra kynnti nýverið ríflega aukafjárveitingu til þessa málaflokks. Leið til að létta álagiðAð því sögðu má hins vegar velta því upp hvort styrkja megi dómskerfið með öðrum og hagkvæmari úrræðum sem miða að því að létta álagi af dómskerfinu. Ein leið í þeim efnum væri frekari nýting gerðardóma í þeim mikla málafjölda sem liggur fyrir dómstólum landsins, en þar bera málsaðilar allan kostnað af rekstri mála. Lítið er því til fyrirstöðu að nær öll munnlega flutt einkamál, sem eru iðulega ríflega þriðjungur allra mála héraðsdómstóla, fari um farveg gerðarmeðferðar. Þannig mætti skapa dómstólum umtalsvert ráðrúm til athafna og ná um leið stórum hluta þeirra markmiða sem auknar opinberar fjárveitingar þyrfti annars til. Jafnvel þó að aðeins tiltekinn hluti einkamála færi fyrir gerðardóma mætti ná fram ríflegri viðbótarskilvirkni í dómskerfinu. Hér vísast einna helst til einkamála sem geta verið umtalsverð í umfangi, en hvert og eitt slíkt mál getur skipt miklu fyrir skjóta úrlausn fjölda annarra mála fyrir dómstólum. Eru þetta fyrst og fremst einkamál innan íslensks atvinnulífs sem leitt hafa af hruni bankanna, líkt og uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum, ýmis skuldaúrvinnslumál og önnur mál þar sem ljóst er að dómarar þyrftu að kalla til sérfróða meðdómendur. Mál af þessum toga, sem mörg hver hafa virkað sem flöskuháls í endurreisnarstarfinu, mætti leysa á tiltölulega skömmum tíma fyrir gerðardómi skipuðum af sérfræðingum í viðkomandi málaflokkum. Þörf á virkari gerðardómumMeð frekari nýtingu gerðardóma í dómskerfinu má bæði standa vörð um útgjöld ríkissjóðs og faglega meðferð mála fyrir dómstólum í veigamiklum opinberum málum, um leið og leyst yrði úr stórum sem smáum einkamálum í skipulegum og alþjóðlega viðurkenndum farvegi gerðarmeðferðar. Í ljósi þess að núverandi efnahagsástand, með fjölda munnlegra fluttra einkamála í sögulegu hámarki, eykur enn á vanda dómskerfisins og þess að opinbert fjármagn er af skornum skammti er full þörf fyrir dómskerfið, ríkissjóð og skattgreiðendur að gerðardómar verði nýttir með virkari hætti en verið hefur á undanförnum árum. Ótvíræðir kostirÞað eru ekki einvörðungu hagrænar ástæður að baki fýsileika gerðardóma, né heldur ástæður er varða eingöngu skilvirkni dómskerfisins. Þannig ættu málsaðilar í einkamálum af ýmsum toga almennt að sjá hag sinn í því að bera ágreining sinn undir gerðardóma vegna þeirra kosta sem þeir hafa umfram dómstóla. Þessir kostir eru einna helst nær algert forræði málsaðila á málsmeðferðinni, t.a.m. með skipan sérfróðra gerðardómara, hóflegur málskostnaður, skjót málsmeðferð og trúnaður um málalyktir. Þá er ótalið að með virkari nýtingu gerðardóma væri verið að færa úrlausnarfyrirkomulag ágreiningsmála hjá einkaaðilum nær því horfi sem tíðkast hefur víðast hvar erlendis, þar sem stór hluti einkamála fer fyrir gerðardóma án tilkostnaðar af hálfu hins opinbera. Umgjörðin til staðarÞó að gerðardómar hafi ekki verið fyrirferðarmiklir á undanförnum árum er Ísland fjarri því að vera eyland í þessum efnum. Gerðardómar hafa verið starfræktir í áratugi hérlendis, en elstur þeirra er gerðardómur Viðskiptaráðs sem stofnaður var árið 1920. Auk þess hefur fjöldi lögmanna reynslu af slíkum málarekstri og ört stækkandi hluti þeirra hefur einnig sótt sér viðbótarnám á þessu sviði. Háskólar landsins hafa jafnframt sýnt gerðardómum aukinn áhuga á undanförnum árum, en ekki er langt síðan lið Háskólans í Reykjavík hafnaði í 5.-8. sæti í alþjóðlegri gerðardómskeppni. Þá er löggjöfin til staðar, þó að hún þarfnist ákveðinnar uppfærslu og þá einkum til að sinna stórum alþjóðlegum málum í samræmi við það sem best gerist erlendis. Á þessum grunni reynslu og metnaðar er um að gera fyrir dómskerfið, ríkissjóð og íslenskt atvinnulíf að byggja meir á, bæði nú og til framtíðar. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Burðir dómstóla til að sinna eftirköstum efnahagshrunsins hafa verið í kastljósinu að undanförnu. Aukinn málafjöldi á nær öllum sviðum hefur valdið töluverðu álagi á dómskerfið og allar líkur eru á að framhald verði á þeirri þróun, líkt og kom fram í nýlegri ályktun Lögmannafélags Íslands. Þar hefur sérstaklega verið bent á stórfellda aukningu í munnlega fluttum einkamálum, ágreiningsmál vegna gjaldþrota, sakamál og tilkomu greiðsluaðlögunarmála. Aukið álag, aukinn kostnaðurAð mati margra er afar brýnt að brugðist verði hið fyrsta við þessari stöðu, m.a. með auknum fjárhagslegum stuðningi hins opinbera við dómstóla landsins. Með því mætti a.m.k. tímabundið fjölga dómurum, aðstoðarmönnum og öðru starfsliði dómstólanna og þar með tryggja frekar faglega, skjóta og réttláta málsmeðferð í öllum málum. Full ástæða er til að taka þessi tilmæli alvarlega enda er mikilvægi skilvirkra og faglegra dómstóla engum vafa undirorpið. Að þessu leyti eru skjót viðbrögð stjórnvalda skiljanleg, en dómsmálaráðherra kynnti nýverið ríflega aukafjárveitingu til þessa málaflokks. Leið til að létta álagiðAð því sögðu má hins vegar velta því upp hvort styrkja megi dómskerfið með öðrum og hagkvæmari úrræðum sem miða að því að létta álagi af dómskerfinu. Ein leið í þeim efnum væri frekari nýting gerðardóma í þeim mikla málafjölda sem liggur fyrir dómstólum landsins, en þar bera málsaðilar allan kostnað af rekstri mála. Lítið er því til fyrirstöðu að nær öll munnlega flutt einkamál, sem eru iðulega ríflega þriðjungur allra mála héraðsdómstóla, fari um farveg gerðarmeðferðar. Þannig mætti skapa dómstólum umtalsvert ráðrúm til athafna og ná um leið stórum hluta þeirra markmiða sem auknar opinberar fjárveitingar þyrfti annars til. Jafnvel þó að aðeins tiltekinn hluti einkamála færi fyrir gerðardóma mætti ná fram ríflegri viðbótarskilvirkni í dómskerfinu. Hér vísast einna helst til einkamála sem geta verið umtalsverð í umfangi, en hvert og eitt slíkt mál getur skipt miklu fyrir skjóta úrlausn fjölda annarra mála fyrir dómstólum. Eru þetta fyrst og fremst einkamál innan íslensks atvinnulífs sem leitt hafa af hruni bankanna, líkt og uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum, ýmis skuldaúrvinnslumál og önnur mál þar sem ljóst er að dómarar þyrftu að kalla til sérfróða meðdómendur. Mál af þessum toga, sem mörg hver hafa virkað sem flöskuháls í endurreisnarstarfinu, mætti leysa á tiltölulega skömmum tíma fyrir gerðardómi skipuðum af sérfræðingum í viðkomandi málaflokkum. Þörf á virkari gerðardómumMeð frekari nýtingu gerðardóma í dómskerfinu má bæði standa vörð um útgjöld ríkissjóðs og faglega meðferð mála fyrir dómstólum í veigamiklum opinberum málum, um leið og leyst yrði úr stórum sem smáum einkamálum í skipulegum og alþjóðlega viðurkenndum farvegi gerðarmeðferðar. Í ljósi þess að núverandi efnahagsástand, með fjölda munnlegra fluttra einkamála í sögulegu hámarki, eykur enn á vanda dómskerfisins og þess að opinbert fjármagn er af skornum skammti er full þörf fyrir dómskerfið, ríkissjóð og skattgreiðendur að gerðardómar verði nýttir með virkari hætti en verið hefur á undanförnum árum. Ótvíræðir kostirÞað eru ekki einvörðungu hagrænar ástæður að baki fýsileika gerðardóma, né heldur ástæður er varða eingöngu skilvirkni dómskerfisins. Þannig ættu málsaðilar í einkamálum af ýmsum toga almennt að sjá hag sinn í því að bera ágreining sinn undir gerðardóma vegna þeirra kosta sem þeir hafa umfram dómstóla. Þessir kostir eru einna helst nær algert forræði málsaðila á málsmeðferðinni, t.a.m. með skipan sérfróðra gerðardómara, hóflegur málskostnaður, skjót málsmeðferð og trúnaður um málalyktir. Þá er ótalið að með virkari nýtingu gerðardóma væri verið að færa úrlausnarfyrirkomulag ágreiningsmála hjá einkaaðilum nær því horfi sem tíðkast hefur víðast hvar erlendis, þar sem stór hluti einkamála fer fyrir gerðardóma án tilkostnaðar af hálfu hins opinbera. Umgjörðin til staðarÞó að gerðardómar hafi ekki verið fyrirferðarmiklir á undanförnum árum er Ísland fjarri því að vera eyland í þessum efnum. Gerðardómar hafa verið starfræktir í áratugi hérlendis, en elstur þeirra er gerðardómur Viðskiptaráðs sem stofnaður var árið 1920. Auk þess hefur fjöldi lögmanna reynslu af slíkum málarekstri og ört stækkandi hluti þeirra hefur einnig sótt sér viðbótarnám á þessu sviði. Háskólar landsins hafa jafnframt sýnt gerðardómum aukinn áhuga á undanförnum árum, en ekki er langt síðan lið Háskólans í Reykjavík hafnaði í 5.-8. sæti í alþjóðlegri gerðardómskeppni. Þá er löggjöfin til staðar, þó að hún þarfnist ákveðinnar uppfærslu og þá einkum til að sinna stórum alþjóðlegum málum í samræmi við það sem best gerist erlendis. Á þessum grunni reynslu og metnaðar er um að gera fyrir dómskerfið, ríkissjóð og íslenskt atvinnulíf að byggja meir á, bæði nú og til framtíðar. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar