Atvinnubætur 6. nóvember 2009 06:00 Nú er tækifærið til að breyta rétt. Ekki króna til og ekkert annað að gera en finna nýjar leiðir. Þær gömlu leiddu okkur á slóðir sem gera lítið fyrir okkur. „Góðan daginn! Við munum gera okkar besta til að útvega þér atvinnu eða aðra virkni í stað atvinnunnar sem þú misstir.“ Væri ekki frábært að fá svona viðbrögð þegar maður skráir sig á „Atvinnubótaskrifstofu Íslands“? Í dag stundum við söfnun fólks á bætur hvort sem þær eru vegna svokallaðrar örorku eða atvinnumissis. Tökum bara vel á móti þeim en gerum lítið sem ekkert til að koma þessu sama fólki í virkni sem er öllum svo mikilvæg. Virk velferð er okkur öllum nauðsynleg. Það versta sem hægt er að gera manneskju er að gera viðkomandi óvirkan þegn í þjóðfélaginu. Það eru ótal leiðir til að gera viðkomandi óvirkan, gagnslausan eða hvað sem viðkomandi kýs að kalla ástandið. Ein mest notaða aðferðin er að setja manneskju á stofnun í stað þess að sinna henni heima hjá sér. En stofnun getur alveg verið í heimahúsi viðkomandi eins og það sem við yfirleitt köllum stofnun. Það fer eftir þjónustunni. Sé henni ekki stýrt af notandanum heldur veitt af hentugleika kerfisins þá skiptir engu hvar maður býr, við erum stofnanavædd. Afstofnanavæðum Ísland sem allra fyrst. Að eiga rétt á bótum felur í sér skyldur. Enginn á að geta neitað tilboði um virkni á meðan viðkomandi þiggur bætur. Hvort sem það er atvinna, námskeið eða hvað annað sem kemur viðkomandi á lappir að morgni. Það er ekki verið að hugsa um hag einstaklingsins með því að leyfa viðkomandi að liggja í volæði heima hjá sér. Virkjum mannauðinn, þar er gífurleg orka óbeisluð. Hvernig á svo að útvega virkni fyrir fólk? 1. Fyrirtæki og stofnanir verði beðin um verkefni sem ekki yrðu unnin ef ekki fengist fólk af atvinnubótum. 2. Sérfræðingar á atvinnubótum væru fengnir til að halda námskeið fyrir aðra. 3. Góðgerðarfélög nýtt til hugmyndasmíða og fólk fengið til að vinna verkefni fyrir þau félög sem þurfa. 4. Átak í aðgengismálum um allt land. 5. Þjálfun til nýrra starfa og svo framvegis. Efnum til hugmyndasamkeppni á meðal ungmenna í skólum landsins. Þar er á ferðinni fólkið sem erfa skal land og mun örugglega standa sig betur en við sem klúðruðum málum. Hugsum út úr boxinu, að minnsta kosti stofnanaboxinu. Lifið heil. Höfundur er formaður MND-félagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nú er tækifærið til að breyta rétt. Ekki króna til og ekkert annað að gera en finna nýjar leiðir. Þær gömlu leiddu okkur á slóðir sem gera lítið fyrir okkur. „Góðan daginn! Við munum gera okkar besta til að útvega þér atvinnu eða aðra virkni í stað atvinnunnar sem þú misstir.“ Væri ekki frábært að fá svona viðbrögð þegar maður skráir sig á „Atvinnubótaskrifstofu Íslands“? Í dag stundum við söfnun fólks á bætur hvort sem þær eru vegna svokallaðrar örorku eða atvinnumissis. Tökum bara vel á móti þeim en gerum lítið sem ekkert til að koma þessu sama fólki í virkni sem er öllum svo mikilvæg. Virk velferð er okkur öllum nauðsynleg. Það versta sem hægt er að gera manneskju er að gera viðkomandi óvirkan þegn í þjóðfélaginu. Það eru ótal leiðir til að gera viðkomandi óvirkan, gagnslausan eða hvað sem viðkomandi kýs að kalla ástandið. Ein mest notaða aðferðin er að setja manneskju á stofnun í stað þess að sinna henni heima hjá sér. En stofnun getur alveg verið í heimahúsi viðkomandi eins og það sem við yfirleitt köllum stofnun. Það fer eftir þjónustunni. Sé henni ekki stýrt af notandanum heldur veitt af hentugleika kerfisins þá skiptir engu hvar maður býr, við erum stofnanavædd. Afstofnanavæðum Ísland sem allra fyrst. Að eiga rétt á bótum felur í sér skyldur. Enginn á að geta neitað tilboði um virkni á meðan viðkomandi þiggur bætur. Hvort sem það er atvinna, námskeið eða hvað annað sem kemur viðkomandi á lappir að morgni. Það er ekki verið að hugsa um hag einstaklingsins með því að leyfa viðkomandi að liggja í volæði heima hjá sér. Virkjum mannauðinn, þar er gífurleg orka óbeisluð. Hvernig á svo að útvega virkni fyrir fólk? 1. Fyrirtæki og stofnanir verði beðin um verkefni sem ekki yrðu unnin ef ekki fengist fólk af atvinnubótum. 2. Sérfræðingar á atvinnubótum væru fengnir til að halda námskeið fyrir aðra. 3. Góðgerðarfélög nýtt til hugmyndasmíða og fólk fengið til að vinna verkefni fyrir þau félög sem þurfa. 4. Átak í aðgengismálum um allt land. 5. Þjálfun til nýrra starfa og svo framvegis. Efnum til hugmyndasamkeppni á meðal ungmenna í skólum landsins. Þar er á ferðinni fólkið sem erfa skal land og mun örugglega standa sig betur en við sem klúðruðum málum. Hugsum út úr boxinu, að minnsta kosti stofnanaboxinu. Lifið heil. Höfundur er formaður MND-félagsins á Íslandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar