46 milljónir búa við ekkert öryggisnet 11. september 2009 04:30 Obama ávarpar sameinað þing Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að koma þessu baráttumáli sínu í gegnum þingið.fréttablaðið/AP „Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann hefur í allt sumar reynt að sannfæra þingmenn beggja flokka, marga demókrata en einkum þó repúblíkana, um nauðsyn þess að samþykkja frumvarp hans um að allir Bandaríkjamenn fái heilbrigðistryggingar. Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna sendi í gær frá sér nýjar tölur þar sem segir að fjöldi ótryggðra sé kominn upp í 46,3 milljónir. Þessi hópur fær enga fjárhagsaðstoð, hvorki frá ríki né tryggingafélögum, ef hann missir heilsuna. „Við erum eina lýðræðisríkið, eina þróaða lýðræðisríkið, eina auðuga þjóðin, sem lætur milljónir íbúa sinna búa við slíkt harðræði,“ sagði Obama í ræðu sinni. „Þau sameiginlegu mistök okkar að rísa ekki undir þessu verkefni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, hefur leitt okkur fram á heljarþröm. Allir skilja það ótrúlega harðræði sem hinir ótryggðu búa við, að aðeins þurfi eitt slys eða sjúkdóm til að gjaldþrot blasi við þeim.“ Ræðan var flutt til þess að blása nýju lífi í umræðuna, en óvíst er hvort honum tókst að sannfæra andstæðinga sína svo nokkru næmi. Repúblikaninn John McCain, fyrrverandi mótframbjóðandi hans um forsetaembættið, sagðist sammála því að eitthvað þyrfti að gera varðandi heilbrigðistryggingar, en bætti því við að ef frumvarpið ætti að verða að lögum yrði að gera meira til að friða róttækan minnihlutahóp í Repúblikanaflokknum. „Við verðum að gera þetta, en þetta verður að vera verk beggja flokka,“ sagði McCain. Demókratar hafa hins vegar takmarkaða þolinmæði til að draga málið enn á langinn. Max Baucus, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, sagðist á miðvikudag ætla að fá málið afgreitt, með eða án repúblikana. Mikill hiti er í repúblikönum vegna málsins. Einn þingmanna þeirra, Joe Wilson, hrópaði „þú lýgur!“ að Obama í miðri ræðunni, en uppskar fyrir vikið harða gagnrýni jafnt demókrata sem margra repúblikana, enda ekki venjan að bauna slíku á forseta Bandaríkjanna þegar hann heldur ræðu í sameinuðu þingi. Wilson sá sig tilneyddan til að biðja Obama afsökunar á þessu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann hefur í allt sumar reynt að sannfæra þingmenn beggja flokka, marga demókrata en einkum þó repúblíkana, um nauðsyn þess að samþykkja frumvarp hans um að allir Bandaríkjamenn fái heilbrigðistryggingar. Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna sendi í gær frá sér nýjar tölur þar sem segir að fjöldi ótryggðra sé kominn upp í 46,3 milljónir. Þessi hópur fær enga fjárhagsaðstoð, hvorki frá ríki né tryggingafélögum, ef hann missir heilsuna. „Við erum eina lýðræðisríkið, eina þróaða lýðræðisríkið, eina auðuga þjóðin, sem lætur milljónir íbúa sinna búa við slíkt harðræði,“ sagði Obama í ræðu sinni. „Þau sameiginlegu mistök okkar að rísa ekki undir þessu verkefni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, hefur leitt okkur fram á heljarþröm. Allir skilja það ótrúlega harðræði sem hinir ótryggðu búa við, að aðeins þurfi eitt slys eða sjúkdóm til að gjaldþrot blasi við þeim.“ Ræðan var flutt til þess að blása nýju lífi í umræðuna, en óvíst er hvort honum tókst að sannfæra andstæðinga sína svo nokkru næmi. Repúblikaninn John McCain, fyrrverandi mótframbjóðandi hans um forsetaembættið, sagðist sammála því að eitthvað þyrfti að gera varðandi heilbrigðistryggingar, en bætti því við að ef frumvarpið ætti að verða að lögum yrði að gera meira til að friða róttækan minnihlutahóp í Repúblikanaflokknum. „Við verðum að gera þetta, en þetta verður að vera verk beggja flokka,“ sagði McCain. Demókratar hafa hins vegar takmarkaða þolinmæði til að draga málið enn á langinn. Max Baucus, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, sagðist á miðvikudag ætla að fá málið afgreitt, með eða án repúblikana. Mikill hiti er í repúblikönum vegna málsins. Einn þingmanna þeirra, Joe Wilson, hrópaði „þú lýgur!“ að Obama í miðri ræðunni, en uppskar fyrir vikið harða gagnrýni jafnt demókrata sem margra repúblikana, enda ekki venjan að bauna slíku á forseta Bandaríkjanna þegar hann heldur ræðu í sameinuðu þingi. Wilson sá sig tilneyddan til að biðja Obama afsökunar á þessu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira