Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald síbrotamanna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir tveimur síbrotamönnum. Annar, sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot skal sitja í varðhaldi uns áfrýjunarfrestur í máli hans rennur út, en þó ekki lengur en til 15. janúar. Maðurinn var dæmdur fyrir 13 hylmingarbrot og fjögur þjófnaðarbrot, en þar á meðel er um að ræða tvö innbrot á heimili í félagi við aðra.

Þá staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhald yfir öðrum manni sem gert hefur verið að sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar. Hann er grunaður um að hafa í félagi við annan stolið kassa með skiptimynt í félagi við annan mann á Landspítalanum í Fossvogi. Auk þess er hann grunaður um 14 auðgunarbrot það sem af er þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×