Innlent

Óttast ekki atgervisflótta

Hætta er á að ungt fólk í lækna- og hjúkrunarnámi erlendis snúi síður heim að námi loknu vegna kreppunnar. Þetta segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. Hún óttast þó ekki atgervisflótta.

Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki á Norðurlöndum en launkjör þar eru orðin mun betri eftir hrun krónunnar.

Boðaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur einnig ýtt undir þann ótta manna að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk muni í vaxandi mæli leita sér að vinnu annars staðar en á Íslandi.

Heilbrigðisráðherra óttast þó ekki atgervisflótta. „Ég óttast sérstaklega að ungt fólk sem er í námi erlendis dragi við sig að koma heim í þessu ástandi. En kannski þá notar það tímann til að fara í sérnám og koma þá betur menntað þegar betur árar. Okkur veitir ekki af öllum höndum á dekk í þessu landi og það á við um lækna líka. Þannig að ég ætla að vona og veit reyndar að þeir ætla sér að taka þátt í endurreisninni hér og eru ekkert á förum allir sem einn," segir Álfheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×