Hamilton fremstur í flokki á Spáni 22. ágúst 2009 13:41 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira