Alvogen Group byggir upp starfsemi á Íslandi 13. október 2009 12:25 Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen Group ætlar að byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félag í eigu Róberts Wessman, fyrrum forstjóra Actavis, á ráðandi hlut í Alvogen. Ætlunin er að hluti af stoðsviðum félagsins verði staðsett á Íslandi. Segir í tilkynningunni að stoðsviðin hafa það hlutverk að styðja við vöxt félagsins á erlendum mörkuðum og munu m.a. bera ábyrgð á stefnumótun og stjórnun verkefna sem snúa að samþættingu þróunar- og framleiðslueininga, skoðun fjárfestingatækifæra og uppbyggingu vörumerkis Alvogen. Auk þess mun ýmis sérfræðiþjónusta, sem snýr að fyrrnefndum verkefnum, verða keypt hér á landi. Nú þegar hafa nokkrir lykilstjórnendur verið ráðnir til félagsins á Íslandi og erlendis og mun þeim fjölga á næstu misserum. Fjalar Kristjánsson er einn þeirra og mun m.a. taka þátt í uppbyggingu þróunarstarfs félagsins. Hann lauk doktorsprófi í lyfjafræði frá University of Kansas árið 1987. Fjalar starfaði áður hjá lyfjafyrirtækjunum Delta og síðar Actavis á Möltu, Indlandi og í Búlgaríu. Bjartur Login Ye Shen hefur einnig verið ráðinn og mun vinna við fjármálagreiningar og gerð viðskipta- og fjárhagsáætlana. Hann hefur lokið meistaranámi á sviði fjármála og hagfræði, auk BA gráðu í ensku. Bjartur starfaði áður sem lánastjóri hjá alþjóðasviði Glitnis og nú síðast sem sérfræðingur hjá Salt investments, félags í eigu Róberts. Þá hefur Anna Kristín Ásbjörnsdóttir verið ráðin sem aðstoðarmaður stjórnarformanns Alvogen. Hún starfaði meðal annars hjá Glitni og stýrði eigin atvinnurekstri í Frakklandi í 10 ár. Í dag starfa um 400 starfsmenn hjá Alvogen í Bandaríkjunum. Alvogen starfrækir lyfjaverksmiðju í New York ríki, sem getur framleitt um átta milljarða taflna á ári, að því er fram kemur í tilkynningunni. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira
Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen Group ætlar að byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félag í eigu Róberts Wessman, fyrrum forstjóra Actavis, á ráðandi hlut í Alvogen. Ætlunin er að hluti af stoðsviðum félagsins verði staðsett á Íslandi. Segir í tilkynningunni að stoðsviðin hafa það hlutverk að styðja við vöxt félagsins á erlendum mörkuðum og munu m.a. bera ábyrgð á stefnumótun og stjórnun verkefna sem snúa að samþættingu þróunar- og framleiðslueininga, skoðun fjárfestingatækifæra og uppbyggingu vörumerkis Alvogen. Auk þess mun ýmis sérfræðiþjónusta, sem snýr að fyrrnefndum verkefnum, verða keypt hér á landi. Nú þegar hafa nokkrir lykilstjórnendur verið ráðnir til félagsins á Íslandi og erlendis og mun þeim fjölga á næstu misserum. Fjalar Kristjánsson er einn þeirra og mun m.a. taka þátt í uppbyggingu þróunarstarfs félagsins. Hann lauk doktorsprófi í lyfjafræði frá University of Kansas árið 1987. Fjalar starfaði áður hjá lyfjafyrirtækjunum Delta og síðar Actavis á Möltu, Indlandi og í Búlgaríu. Bjartur Login Ye Shen hefur einnig verið ráðinn og mun vinna við fjármálagreiningar og gerð viðskipta- og fjárhagsáætlana. Hann hefur lokið meistaranámi á sviði fjármála og hagfræði, auk BA gráðu í ensku. Bjartur starfaði áður sem lánastjóri hjá alþjóðasviði Glitnis og nú síðast sem sérfræðingur hjá Salt investments, félags í eigu Róberts. Þá hefur Anna Kristín Ásbjörnsdóttir verið ráðin sem aðstoðarmaður stjórnarformanns Alvogen. Hún starfaði meðal annars hjá Glitni og stýrði eigin atvinnurekstri í Frakklandi í 10 ár. Í dag starfa um 400 starfsmenn hjá Alvogen í Bandaríkjunum. Alvogen starfrækir lyfjaverksmiðju í New York ríki, sem getur framleitt um átta milljarða taflna á ári, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Sjá meira