Erlent

Fellst á frestun kosninganna

Mahmoud Abbas Var hættur við framboð.fréttablaðið/AP
Mahmoud Abbas Var hættur við framboð.fréttablaðið/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur fallist á að forseta- og þingkosningum, sem halda átti í janúar, verði frestað.

Kjörstjórn Palestínumanna lagði í síðustu viku til að kosningunum yrði frestað, eftir að Hamas-hreyfingin sagðist ætla að sniðganga þær. Kjörstjórnin segist nú ætla að taka ákvörðun í desember um nýjan kjördag.

Abbas lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að hann væri hættur við að bjóða sig fram til annars kjörtímabils. Hart var lagt að honum að hætta við að hætta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×