Viðskipti innlent

Sjóðstjóri Landsvaka kominn aftur til starfa

Sjóðsstjóri hjá Landsvaka sem vikið var frá störfum um miðjan júní síðastliðinn hefur snúið aftur til starfa. Manninum var vikið frá störfum þegar kom í ljós að sjóðsstjórinn hafði komið að því að selja Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans veðskuldabréf af sjálfum sér í gegnum lífeyrissjóð sinn.

Í tilkynningu frá Landsvaka segir að unnið hafi verið að ítarlegri skoðun á málinu bæði innan og utan bankans og er ekki vitað til að neitt misjafnt hafi komið upp sem snýr að viðkomandi starfsmanni. „Landsbankinn telur að viðkomandi starfsmaður hafi í einu og öllu fylgt þeim reglum og verklagi sem krafist var og því hefur hann nú hafið störf á ný," segir einnig.






Tengdar fréttir

Hvað ef Sigurjón svíkur Sigurjón?

Óhefðbundin lántaka Sigurjóns Árnasonar í einkalífeyrissjóði hans sjálfs veltir upp ýmsum spurningum, til dæmis hvað gerist standi hann ekki skil á láninu.

Sjóðsstjóra vikið frá vegna viðskipta Sigurjóns

Landsbankinn hefur vikið sjóðstjóra hjá bankanum úr starfi tímabundið vegna viðskipta Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sem fréttastofa greindi frá í gær. Málinu hefur verið vísað til Fjármálaeftirlitsins.

Sigurjón lánaði sjálfum sér 40 milljónir

40 milljón króna lán Sigurjóns Árnasonar til Sigurjóns Árnasonar hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið sem eldur í sinu um netið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×