Icesave-spuni aðstoðarritstjóra Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. ágúst 2009 04:30 Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og málflutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave-samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvegaleiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórnarinnar, unninn af samninganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráðherrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þennan samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Steingríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að samþykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögulegra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómöguleg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samningsmarkmið sem Alþingi samþykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábendingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarsonar auk Eiríkis Tómassonar prófessors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarflausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofurefli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttarkennd og þarflausri pólitískri nauðhyggju. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar