Innlent

Kertaljósavaka haldin í dag

Kertaljósavaka til að krefjast þess að þjóðarleiðtogar heims nái bindandi samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn verður haldin á Lækjartorgi í dag klukkan 17.30.

Vökunni var frestað á laugardag vegna votviðris.

Athöfnin er hluti af alþjóðlegri kertaljósavöku sem netsamfélagið Avaaz hefur haft forystu um að skipuleggja vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×