Vel heppnuð opin hús í hverfum borgarinnar 16. desember 2009 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skipulagsmál. Vinna stendur nú yfir við mótun nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík sem nær til tímabilsins 2010 til 2030, með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þessari vinnu og það er því einkar ánægjulegt að yfir 500 íbúar skuli hafa lagt leið sína í opin hús í öllum 10 hverfum borgarinnar á vegum Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, sem nú er nýlokið.Marktæk áherslubreytingAfrakstur þessara stefnumóta eru yfir 1.500 hugmyndir og ábendingar frá borgarbúum um það sem betur má fara í skipulagsmálum Reykjavíkur. Of langt mál væri að telja upp allar þær hugmyndir sem komu fram í opnu húsunum en almennt tel ég mig geta fullyrt að þar megi greina marktæka áherslubreytingu frá gildandi skipulagi, sem lýsir sér e.t.v. best í fráhvarfi frá stórborgarbrag yfir í þorpsbrag þar sem áhersla er lögð á nærumhverfið og fjölskyldu- og vinatengsl.Almennt er lagt upp úr því að efla kjarnastarfsemi í hverju hverfi, tryggja umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks innan hverfa og efla aðstöðu til íþrótta og útiveru. Þá nefndu margir að efla þyrfti verslun í hverfunum og varð sumum tíðrætt um endurkomu kaupmannsins á horninu. Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar.Tillaga að nýju aðalskipulagi á næsta áriNæstu skref í aðalskipulagsvinnunni eru að skipulagssérfræðingar borgarinnar og stýrihópur um endurskoðun aðalskipulagsins, skipaður fulltrúum allra flokka í borgarstjórn, skoða gaumgæfilega þessar hugmyndir og vefa úr þeim og öðrum áhugaverðum ábendingum tillögu að nýju aðalskipulagi, sem gert er ráð fyrir að kynnt verði formlega þegar líður fram á næsta ár. Þá gefst borgarbúum aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, lögum samkvæmt, áður en tillaga að nýju aðalskipulagi fer til afgreiðslu borgaryfirvalda. Leggðu þitt af mörkumHægt er að skoða allar hugmyndirnar sem fram komu í opnu húsunum eftir hverfum á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipulag.is. Þar geta líka íbúar sem ekki höfðu tök á því að sækja hverfafundina líka komið á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum í skipulagsmálum. Reykvíkingar, það er núna sem þið hafið tækifæri til að móta framtíðina! Höfundur er formaður skipulagsráðs og stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um skipulagsmál. Vinna stendur nú yfir við mótun nýs aðalskipulags fyrir Reykjavík sem nær til tímabilsins 2010 til 2030, með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í þessari vinnu og það er því einkar ánægjulegt að yfir 500 íbúar skuli hafa lagt leið sína í opin hús í öllum 10 hverfum borgarinnar á vegum Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, sem nú er nýlokið.Marktæk áherslubreytingAfrakstur þessara stefnumóta eru yfir 1.500 hugmyndir og ábendingar frá borgarbúum um það sem betur má fara í skipulagsmálum Reykjavíkur. Of langt mál væri að telja upp allar þær hugmyndir sem komu fram í opnu húsunum en almennt tel ég mig geta fullyrt að þar megi greina marktæka áherslubreytingu frá gildandi skipulagi, sem lýsir sér e.t.v. best í fráhvarfi frá stórborgarbrag yfir í þorpsbrag þar sem áhersla er lögð á nærumhverfið og fjölskyldu- og vinatengsl.Almennt er lagt upp úr því að efla kjarnastarfsemi í hverju hverfi, tryggja umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks innan hverfa og efla aðstöðu til íþrótta og útiveru. Þá nefndu margir að efla þyrfti verslun í hverfunum og varð sumum tíðrætt um endurkomu kaupmannsins á horninu. Það kom líka ánægjulega á óvart hversu umhugað íbúum er almennt um að hlúa að, vernda og varðveita byggðina í borginni og skila henni með sóma til næstu kynslóðar.Tillaga að nýju aðalskipulagi á næsta áriNæstu skref í aðalskipulagsvinnunni eru að skipulagssérfræðingar borgarinnar og stýrihópur um endurskoðun aðalskipulagsins, skipaður fulltrúum allra flokka í borgarstjórn, skoða gaumgæfilega þessar hugmyndir og vefa úr þeim og öðrum áhugaverðum ábendingum tillögu að nýju aðalskipulagi, sem gert er ráð fyrir að kynnt verði formlega þegar líður fram á næsta ár. Þá gefst borgarbúum aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, lögum samkvæmt, áður en tillaga að nýju aðalskipulagi fer til afgreiðslu borgaryfirvalda. Leggðu þitt af mörkumHægt er að skoða allar hugmyndirnar sem fram komu í opnu húsunum eftir hverfum á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipulag.is. Þar geta líka íbúar sem ekki höfðu tök á því að sækja hverfafundina líka komið á framfæri hugmyndum sínum og ábendingum í skipulagsmálum. Reykvíkingar, það er núna sem þið hafið tækifæri til að móta framtíðina! Höfundur er formaður skipulagsráðs og stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar