Erlent

Spyr stanslaust um föður sinn

Prince Michael Jackson II
Prince Michael Jackson II
Prince Michael Jackson II, sjö ára gamall sonur Michael Jacksons á erfitt með að sætta sig við fráfall föður síns. Hann spyr stanslaust hvar faðir sinn sé á milli þess sem hann grætur inni í herbergi.

„Hann grætur sig í svefn og spyr stanslaust hvar faðir sinn sé. Rebbie frænka hans eyddi fyrstu nóttunum eftir fráfallið á bedda í herbergi hans, svo hræddur var hann við að sofa einn," segir fjölskylduvinur Jacksonsfjölskyldunnar.

Katherine Jackson móðir Michaels heitins hefur haft umsjón með börnum sonar síns síðan hann lést. Á meðan sá yngsti virðist vera í miklu tilfinningalegu áfalli byrgir hin ellefu ára gamla Paris sorgina inni.

„Paris les mikið og málar vatnslitamyndir og greiðir frændum sínum, sem heimsækja hana á hverjum degi. Hún talar einnig mikið við vini sína með farasíma sínum," sagði vinurinn við Sunday Time Magazine.

Sá elsti, hinn tólf ára gamli Prince, eyðir öllum sínum tíma í tölvuleiki. Svo mikið er hann í tölvunni að amma hans hefur þurft að takmarka aðgang hans að tölvunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×