Innlent

100 fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg

Margrét Beta Gunnarsdóttir - Bílabúð Benna, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir - Formaður Mæðrarstyrksnefndar og  Benedikt Eyjólfsson - Bílabúð Benna
Margrét Beta Gunnarsdóttir - Bílabúð Benna, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir - Formaður Mæðrarstyrksnefndar og Benedikt Eyjólfsson - Bílabúð Benna

Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ.

Hryggjunum verður úthlutað til fjölskyldna á næstu dögum í aðstöðu jólaaðstoðarinnar á Norðlingabraut 12 (MEST-húsinu). Undanfarin 10 ár hefur Bílabúð Benna gefið viðskiptavinum sínum jólagjafir en í ljósi efnahagsástandsins ákváðu eigendur fyrirtækisins frekar að gefa 100 hamborgarhryggi frá Ali til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda yfir hátíðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×