Tökum þátt í að styrkja björgunarsveitirnar 28. desember 2009 06:00 Guðmundur Fylkisson skrifar um flugeldasölu Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björgunarsveita í landinu. Flugeldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálfaðar og vel búnar björgunarsveitir eru okkur nauðsynlegar. Það gera hin miklu og fjölbreyttu öfl náttúrunnar. Óvíða í heiminum þurfa íbúar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina erlendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verkefni sem aldrei koma fyrir almennings sjónir. Það vitum við lögreglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björgunarsveitir eru ræstar út til öryggis en síðan afturkallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilin þegar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundruða björgunarsveitamanna á aðfangadagskvöld. Á sama tíma og landsmenn voru að taka upp jólagjafir var mikill fjöldi björgunarsveitamanna að leita að einstakling sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björgunarsveitum. Þeir hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferðamönnum til aðstoðar, yfir sumartímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrekum verkefnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njótum starfskrafta og reynslu björgunarsveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurfum að vinna náið saman og treystum hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoðarbeiðna borgarana þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, er ágætis æfing og þjálfun. Einstaklingurinn, leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn að leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einnig fjármunir. Þegar kemur svo að farartækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði þá er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveitarmaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær það kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirnar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðrum til skemmtunar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmdarverkum. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Fylkisson skrifar um flugeldasölu Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björgunarsveita í landinu. Flugeldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálfaðar og vel búnar björgunarsveitir eru okkur nauðsynlegar. Það gera hin miklu og fjölbreyttu öfl náttúrunnar. Óvíða í heiminum þurfa íbúar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina erlendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verkefni sem aldrei koma fyrir almennings sjónir. Það vitum við lögreglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björgunarsveitir eru ræstar út til öryggis en síðan afturkallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilin þegar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundruða björgunarsveitamanna á aðfangadagskvöld. Á sama tíma og landsmenn voru að taka upp jólagjafir var mikill fjöldi björgunarsveitamanna að leita að einstakling sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björgunarsveitum. Þeir hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferðamönnum til aðstoðar, yfir sumartímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrekum verkefnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njótum starfskrafta og reynslu björgunarsveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurfum að vinna náið saman og treystum hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoðarbeiðna borgarana þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, er ágætis æfing og þjálfun. Einstaklingurinn, leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn að leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einnig fjármunir. Þegar kemur svo að farartækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði þá er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveitarmaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær það kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirnar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðrum til skemmtunar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmdarverkum. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar