Þorkell á betra skilið Margeir Pétursson skrifar 24. júní 2009 06:00 Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun". Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti: „Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja." Þetta er afskaplega ósanngjörn afgreiðsla sem ekki verður unað við af hálfu þeirra sem þekkja til starfa og ferils Þorkels Sigurlaugssonar og hafa þar að auki lesið bók hans. Allt sem Þorkell hefur ritað undanfarna áratugi byggir einmitt á því að vanda þurfi mjög til stjórnunarhátta fyrirtækja og byggja þurfi þau upp á heilbrigðan hátt. Ég held að ekkert geti verið fjarlægara hans gildum en að hægt sé að ná í skjótfenginn gróða með því að stækka sem hraðast og skuldsetja sig sem mest. Það var einmitt langtímahugsun Þorkels sem viðskiptalífið skorti mjög á árunum 2003-2008, þegar allt virtist svo auðvelt. Þorkell starfaði hjá Eimskip á níunda og tíunda áratugnum þegar félagið innleiddi nýja og agaðri stjórnunarhætti, sem mörgum urðu fyrirmynd. Hann hefur ávallt haft brennandi áhuga á stjórnun og stefnumótun fyrirtækja og verið ötull við að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þorkell tók t.d. að sér að koma að stjórnum ýmissa sprotafyrirtækja og ber þar hæst Marel og Össur, auk margra annarra. Í gegnum alla þá reynslu þekkir Þorkell manna best að það kostar mikið erfiði og fórnir að koma á fót fyrirtæki sem er arðbært og veitir mörgum atvinnu. Um svipað leyti og nýir menn með nýja siði tóku yfir rekstur Eimskips söðlaði Þorkell um og hóf störf við Háskólann í Reykjavík. Hans viðhorf fóru líka úr tísku í nokkur ár, en nú er hans tími kominn eins og fleiri. Það er gott til þess að hugsa í núverandi erfiðleikum að ungt og metnaðarfullt fólk geti leitað í smiðju hans. Rit hans Ný framtíðarsýn er jákvætt og þarft innlegg í umræðuna um framtíð Íslands, sem allir ættu að kynna sér. Þorkell Sigurlaugsson þekkir mikið mótlæti vegna fötlunar, en lætur það ekki á sig fá. Það eru þeir menn sem gefast ekki upp við andstreymi sem vert er að hlusta á núna. Höfundur er stjórnarformaður MP Banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hönnun og list Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. 24. júní 2009 06:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun". Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti: „Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja." Þetta er afskaplega ósanngjörn afgreiðsla sem ekki verður unað við af hálfu þeirra sem þekkja til starfa og ferils Þorkels Sigurlaugssonar og hafa þar að auki lesið bók hans. Allt sem Þorkell hefur ritað undanfarna áratugi byggir einmitt á því að vanda þurfi mjög til stjórnunarhátta fyrirtækja og byggja þurfi þau upp á heilbrigðan hátt. Ég held að ekkert geti verið fjarlægara hans gildum en að hægt sé að ná í skjótfenginn gróða með því að stækka sem hraðast og skuldsetja sig sem mest. Það var einmitt langtímahugsun Þorkels sem viðskiptalífið skorti mjög á árunum 2003-2008, þegar allt virtist svo auðvelt. Þorkell starfaði hjá Eimskip á níunda og tíunda áratugnum þegar félagið innleiddi nýja og agaðri stjórnunarhætti, sem mörgum urðu fyrirmynd. Hann hefur ávallt haft brennandi áhuga á stjórnun og stefnumótun fyrirtækja og verið ötull við að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þorkell tók t.d. að sér að koma að stjórnum ýmissa sprotafyrirtækja og ber þar hæst Marel og Össur, auk margra annarra. Í gegnum alla þá reynslu þekkir Þorkell manna best að það kostar mikið erfiði og fórnir að koma á fót fyrirtæki sem er arðbært og veitir mörgum atvinnu. Um svipað leyti og nýir menn með nýja siði tóku yfir rekstur Eimskips söðlaði Þorkell um og hóf störf við Háskólann í Reykjavík. Hans viðhorf fóru líka úr tísku í nokkur ár, en nú er hans tími kominn eins og fleiri. Það er gott til þess að hugsa í núverandi erfiðleikum að ungt og metnaðarfullt fólk geti leitað í smiðju hans. Rit hans Ný framtíðarsýn er jákvætt og þarft innlegg í umræðuna um framtíð Íslands, sem allir ættu að kynna sér. Þorkell Sigurlaugsson þekkir mikið mótlæti vegna fötlunar, en lætur það ekki á sig fá. Það eru þeir menn sem gefast ekki upp við andstreymi sem vert er að hlusta á núna. Höfundur er stjórnarformaður MP Banka.
Hönnun og list Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. 24. júní 2009 06:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun