Viðskipti innlent

Seðlabankastjórar á fundi fjárlaganefndar

Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard.
Arnór Sighvatsson og Svein Harald Øygard. Mynd/GVA
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, og Arnór Sighvatsson, varaseðlabankastjóri, komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi hennar í morgun. Þeir neituðu alfarið að tjá sig um hvað hafi verið rætt á fundinum og vísuðu á nefndarmenn. Fundurinn stendur enn.

Heimildir fréttastofu herma að ólíklegt þyki að samkomulagi náist í nefndinni um fyrirvara við ríkisábyrgð vegna Icesave.


Tengdar fréttir

Nýjar útfærslur breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu

Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki.

Icesave ekki afgreitt úr nefnd í dag

Ekki stendur til að afgreiða Icesave málið úr fjárlaganefnd í dag. Nefndin situr nú á fundi og ræðir hvers konar fyrirvara er hægt að setja við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Litlar líkur á sátt um fyrirvara vegna Icesave

Alls óvíst er að nokkur niðurstaða verði um Icesave málið á fundi fjárlaganefndar Alþingis sem nú stendur yfir. Fram hefur komið að nefndin vinni að gerð fyrirvara við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×