Hjálparstarfsmenn reknir úr landi vegna ákæru um stríðsglæpi 5. mars 2009 13:00 Omar al-Bashir, forseti Súdans. MYND/AP Stjórnvöld í Súdan hafa rekið tíu hjálparstofnanir úr landi vegna stríðsglæpaákæru Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta landsins. Í gær var handtökuskipun gefin út á hendur honum vegna ódæða í Darfúr-héraði í Vestur-Súdan. Forsetinn segist saklaus og ætlar hvergi að fara. Um þrjú hundruð þúsund manns hafa fallið í bardögum stjórnarhers og uppreisnarmanna sem hófust í Darfúr-héraði í vesturhluta Súdans í febrúar 2003. Einnig hafa arabískir vígamenn úr Janjaweed hersveitum farið myrðandi um héraðið og talið að það hafi þeir gert með vitund og vilja stjórnvalda í Súdan. Nærri þrjár milljónir manna eru á vergangi vegna átaka og morða. Omar al-Bashir, forseti Súdans, er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi í Darfúr er ekki ákærður fyrir þjóðarmorð líkt og talið var að yrði gert. Hann neitar sök og segir ákæruna samsæri Vesturlanda gegn sér. Á baráttufundi í Khartoum höfuðborg Súdans í morgun sagði al-Bashir að hann ætlaði ekki að leggjast á hnén fyrir framan leiðtoga Vesturlanda. Hann væri ekki stríðsglæpamaður heldur leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands. Þeir vildu fá menn hliðholla sér til valda í Súdan og þannig ná auðlindum á borð við olíu þar undir sig. Súdönsk stjórnvöld viðurkenna ekki lögsögu glæpadómstólsins enda hafa þau ekki fullgilt sáttmálann um hann. Því verði enginn framseldur til hans. Síðdegis í gær tilkynntu svo súdönsk stjórnvöld að leyfi tíu hjálparsamtaka til að starfa í landinu, þar með talið í Darfúr-héraði, yrði afturkallað og starfsmönnum vísað úr landi. Þarna er um að ræða samtök á borð við Læknar án landamæra, Oxfam og Save the Children. Ráðamenn í Súdan segja samtökin öll starfa á pólitískum forsendum í landinu og því rétt að reka starfsmenn þeirra úr landi. Leiðtogar Afríkusambandsins koma saman til fundar um ástandið í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. Forvígismenn sambandsins höfðu ráðið glæpadómstólnum frá því að gefa út handtökuskipun því hún myndi stefna friðarviðræðum í Darfúr í hættu. Tengdar fréttir Ákærður fyrir glæp gegn mannkyninu Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Hollandi sendi í dag frá sér ákæru á hendur Omar al-Bashir, forseta Afríkuríkisins Súdans, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Darfúr-héraði. Dómstóllinn ákvað hins vegar ekki að ákæra al-Bashir fyrir þjóðarmorð. Forsetinn neitar sök. Þetta er í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gefur frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga. 4. mars 2009 13:41 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan hafa rekið tíu hjálparstofnanir úr landi vegna stríðsglæpaákæru Alþjóða glæpadómstólsins á hendur forseta landsins. Í gær var handtökuskipun gefin út á hendur honum vegna ódæða í Darfúr-héraði í Vestur-Súdan. Forsetinn segist saklaus og ætlar hvergi að fara. Um þrjú hundruð þúsund manns hafa fallið í bardögum stjórnarhers og uppreisnarmanna sem hófust í Darfúr-héraði í vesturhluta Súdans í febrúar 2003. Einnig hafa arabískir vígamenn úr Janjaweed hersveitum farið myrðandi um héraðið og talið að það hafi þeir gert með vitund og vilja stjórnvalda í Súdan. Nærri þrjár milljónir manna eru á vergangi vegna átaka og morða. Omar al-Bashir, forseti Súdans, er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi í Darfúr er ekki ákærður fyrir þjóðarmorð líkt og talið var að yrði gert. Hann neitar sök og segir ákæruna samsæri Vesturlanda gegn sér. Á baráttufundi í Khartoum höfuðborg Súdans í morgun sagði al-Bashir að hann ætlaði ekki að leggjast á hnén fyrir framan leiðtoga Vesturlanda. Hann væri ekki stríðsglæpamaður heldur leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands. Þeir vildu fá menn hliðholla sér til valda í Súdan og þannig ná auðlindum á borð við olíu þar undir sig. Súdönsk stjórnvöld viðurkenna ekki lögsögu glæpadómstólsins enda hafa þau ekki fullgilt sáttmálann um hann. Því verði enginn framseldur til hans. Síðdegis í gær tilkynntu svo súdönsk stjórnvöld að leyfi tíu hjálparsamtaka til að starfa í landinu, þar með talið í Darfúr-héraði, yrði afturkallað og starfsmönnum vísað úr landi. Þarna er um að ræða samtök á borð við Læknar án landamæra, Oxfam og Save the Children. Ráðamenn í Súdan segja samtökin öll starfa á pólitískum forsendum í landinu og því rétt að reka starfsmenn þeirra úr landi. Leiðtogar Afríkusambandsins koma saman til fundar um ástandið í Addis Ababa í Eþíópíu í dag. Forvígismenn sambandsins höfðu ráðið glæpadómstólnum frá því að gefa út handtökuskipun því hún myndi stefna friðarviðræðum í Darfúr í hættu.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir glæp gegn mannkyninu Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Hollandi sendi í dag frá sér ákæru á hendur Omar al-Bashir, forseta Afríkuríkisins Súdans, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Darfúr-héraði. Dómstóllinn ákvað hins vegar ekki að ákæra al-Bashir fyrir þjóðarmorð. Forsetinn neitar sök. Þetta er í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gefur frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga. 4. mars 2009 13:41 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ákærður fyrir glæp gegn mannkyninu Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Hollandi sendi í dag frá sér ákæru á hendur Omar al-Bashir, forseta Afríkuríkisins Súdans, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Darfúr-héraði. Dómstóllinn ákvað hins vegar ekki að ákæra al-Bashir fyrir þjóðarmorð. Forsetinn neitar sök. Þetta er í fyrsta sinn sem stríðsglæpadómstóllinn gefur frá sér ákæru á hendur sitjandi þjóðarleiðtoga. 4. mars 2009 13:41