Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda

Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu.

Í tilkynningu segir að reglurnar mæta kröfum stjórnvalda og eftirlitsaðila um gagnsæ og samræmd vinnubrögð í ákvarðanatöku bankans um fyrirtæki í skuldavanda. Markmið þeirra er að tryggja gagnsæi í ákvörðunartöku bankans og hlutlæga fyrirgreiðslu.

Þá er með reglunum leitast við að takmarka það tjón sem hlotist getur af fjárhagslegum erfiðleikum lífvænlegra fyrirtækja. Hægt er að nálgast reglurnar á www.kaupthing.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×