Saga palestínsku stúlkunnar Sawson Dawod Ari Tryggvason skrifar 20. mars 2009 15:34 Hún var aðeins 14 ára þegar hún var tekin höndum og sett í dimman fangaklefa sem líktist helst gröf eða holu. Hún var í varðhaldi í tvö ár þar sem hún mátti þola barsmíðar og vera bundin á höndum og fótum. Saga hennar er ekkert einsdæmi samkvæmt orðum doktors Mahmud Sehwail. Hann er stofnandi og stjórnandi miðstöðvar til meðferðar og endurhæfingar fórnarlamba pyntinga í Ramallah. Þúsundir mála sem þetta koma á borð Sehwail. Meir en 40% palestínskra karla hafa minnst einu sinni verið handteknir og meir en 70% palestínskra barna hafa orðið vitni að ofbeldi eða þjáningum í einhverri mynd. Sálrænn skaði íbúa Palestínu er gríðarlegur. Þjóðin er stórlega þjáð, segir Sehwail. Sawson heldur áfram frásögn sinni: „Ég var auðmýkt og lamin. Þrátt fyrir hunguverkfall var ég einnig auðmýkt af hjúkrunarfræðingnum sem átti að annast mig. Fætur mínir voru fjötraðir og augu mín hulin. Ég mátti þola margar yfirheyrslur, sem hver gat staðið yfir í fleiri klukkustundir. Ég dvaldi í einangrun í 20 daga, í rökum og dimmum klefa, án samskipta við nokkurn; án lögfræðings, án þess að fá að nota síma og án læknishjálpar. Enginn heyrði hróp mín. Aldrei vissi ég sök mína. Eina sem ég man var að ég lagði á flótta vegna skothljóða frá hernaðareftirliti í Hebron. Í klefanum kynntist ég fólki sem þola mátti kynferðislega misnotkun, ég sá vanfærar konur sem voru handjárnaðar, nokkrar dóu er þær fæddu." Doktór Sehwail lærði sálfræði við háskólann í Zaragoza á Spáni. Hann hefur stjórnað liði sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa og sjálfboðaliða í meir en 20 ár. Þau takast á við hin geðrænu vandamál vegna hernámsins, ofbeldisins, sprengjuárásanna og fangapyntinganna. Hið yfirþyrmandi hernám festir átökin í sessi. Pyntingar gagnvart einstaklingi er ávísun á miklar og varanlegar þjáningar, líkamlegar og/eða sálrænar. Þær eru pólitískar því þeir sem pynta eru í þjónustu ríkisins. Samkvæmt orðum prófessors í sagnfræði við háskólann í Betlehem, eru um 11 þúsund Palestínumenn í haldi í ísraelskum fangelsum, hvorki er vitað um nöfn eða mál margra þeirra, en vitað er að ófáir hafa mátt þola „el sabaj" (hengdir upp við yfirheyrslu, naktir, hendur bundnar aftur fyrir bak eða yfir höfuð). Doktor Sehwail á oft erfitt með að fá aðgang að fangelsunum, en stundum tekst það. Hann vinnur ekki bara í þágu fórnarlamba pynntinga sem eru í varðhaldi, heldur starfar hann einnig í þágu þeirra þúsunda barna sem hafa orðið vitni að dauða vina sinna, upplifað loftárásir o.s.fr. Hernámið og allur óhugnaðurinn sem fylgir síast ínní sálarlíf barnanna, smitar allt þeirra líf, leiki þeirra o.s.fr. Hatrið grefur um sig. Mahmud Sehwail heldur áfram: „Ég hef kynnst fjölskyldum sjálfsmorðsárásarmanna, í mörgum tilfella er hvorki um trúarlegan né stjórnmálalegan ásetning. Togstreita og örvænting eru raunverulegur hvati til sjálfsmorðsárása. Sehwail er ekki bjartsýnn, hann kallar á alþjóðlega hjálp. „Hernámið, fátækt Palestínumanna, niðurlægingunni og ofbeldinu. Þessu verður að linna og stöðva verður byggingu múrsins sem hefur fangkelsað okkur. Ef ekki, næst aldrey friður. Ég held að það sé á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að ná friði…". Að síðustu vitnar Sehwail í orð Gandís: „Ég er á móti ofbeldi, því þegar afleiðingarnar eru góðar er það alltaf tímabundið, slæmu afleiðingarnar eru varanlegar". Ari Tryggvason Félagi í Ísalndi-Palestínu og stuðningsfulltrúi á Geðdeild LSH.Þýtt og endursagt úr grein eftir Paloma Aznar í El Pais, 1.febrúar 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hún var aðeins 14 ára þegar hún var tekin höndum og sett í dimman fangaklefa sem líktist helst gröf eða holu. Hún var í varðhaldi í tvö ár þar sem hún mátti þola barsmíðar og vera bundin á höndum og fótum. Saga hennar er ekkert einsdæmi samkvæmt orðum doktors Mahmud Sehwail. Hann er stofnandi og stjórnandi miðstöðvar til meðferðar og endurhæfingar fórnarlamba pyntinga í Ramallah. Þúsundir mála sem þetta koma á borð Sehwail. Meir en 40% palestínskra karla hafa minnst einu sinni verið handteknir og meir en 70% palestínskra barna hafa orðið vitni að ofbeldi eða þjáningum í einhverri mynd. Sálrænn skaði íbúa Palestínu er gríðarlegur. Þjóðin er stórlega þjáð, segir Sehwail. Sawson heldur áfram frásögn sinni: „Ég var auðmýkt og lamin. Þrátt fyrir hunguverkfall var ég einnig auðmýkt af hjúkrunarfræðingnum sem átti að annast mig. Fætur mínir voru fjötraðir og augu mín hulin. Ég mátti þola margar yfirheyrslur, sem hver gat staðið yfir í fleiri klukkustundir. Ég dvaldi í einangrun í 20 daga, í rökum og dimmum klefa, án samskipta við nokkurn; án lögfræðings, án þess að fá að nota síma og án læknishjálpar. Enginn heyrði hróp mín. Aldrei vissi ég sök mína. Eina sem ég man var að ég lagði á flótta vegna skothljóða frá hernaðareftirliti í Hebron. Í klefanum kynntist ég fólki sem þola mátti kynferðislega misnotkun, ég sá vanfærar konur sem voru handjárnaðar, nokkrar dóu er þær fæddu." Doktór Sehwail lærði sálfræði við háskólann í Zaragoza á Spáni. Hann hefur stjórnað liði sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa og sjálfboðaliða í meir en 20 ár. Þau takast á við hin geðrænu vandamál vegna hernámsins, ofbeldisins, sprengjuárásanna og fangapyntinganna. Hið yfirþyrmandi hernám festir átökin í sessi. Pyntingar gagnvart einstaklingi er ávísun á miklar og varanlegar þjáningar, líkamlegar og/eða sálrænar. Þær eru pólitískar því þeir sem pynta eru í þjónustu ríkisins. Samkvæmt orðum prófessors í sagnfræði við háskólann í Betlehem, eru um 11 þúsund Palestínumenn í haldi í ísraelskum fangelsum, hvorki er vitað um nöfn eða mál margra þeirra, en vitað er að ófáir hafa mátt þola „el sabaj" (hengdir upp við yfirheyrslu, naktir, hendur bundnar aftur fyrir bak eða yfir höfuð). Doktor Sehwail á oft erfitt með að fá aðgang að fangelsunum, en stundum tekst það. Hann vinnur ekki bara í þágu fórnarlamba pynntinga sem eru í varðhaldi, heldur starfar hann einnig í þágu þeirra þúsunda barna sem hafa orðið vitni að dauða vina sinna, upplifað loftárásir o.s.fr. Hernámið og allur óhugnaðurinn sem fylgir síast ínní sálarlíf barnanna, smitar allt þeirra líf, leiki þeirra o.s.fr. Hatrið grefur um sig. Mahmud Sehwail heldur áfram: „Ég hef kynnst fjölskyldum sjálfsmorðsárásarmanna, í mörgum tilfella er hvorki um trúarlegan né stjórnmálalegan ásetning. Togstreita og örvænting eru raunverulegur hvati til sjálfsmorðsárása. Sehwail er ekki bjartsýnn, hann kallar á alþjóðlega hjálp. „Hernámið, fátækt Palestínumanna, niðurlægingunni og ofbeldinu. Þessu verður að linna og stöðva verður byggingu múrsins sem hefur fangkelsað okkur. Ef ekki, næst aldrey friður. Ég held að það sé á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að ná friði…". Að síðustu vitnar Sehwail í orð Gandís: „Ég er á móti ofbeldi, því þegar afleiðingarnar eru góðar er það alltaf tímabundið, slæmu afleiðingarnar eru varanlegar". Ari Tryggvason Félagi í Ísalndi-Palestínu og stuðningsfulltrúi á Geðdeild LSH.Þýtt og endursagt úr grein eftir Paloma Aznar í El Pais, 1.febrúar 2009.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun