Vandi Rangæinga verður vandi Árnesinga 2. apríl 2009 06:30 Í kjölfarið á því að grein mín sem bar titilinn Lifi Rangæingar? birtist á fréttavef Suðurgluggans, mbl.is og í Morgunblaðinu og eftir að opið bréf Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, til heilbrigðisráðherra birtist í Dagskránni og Morgunblaðinu var birt umfjöllun um sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu m.a. á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (hsu.is). Ekki kemur fram hver ritar heldur er vísað til þess að framkvæmdastjórn HSU vilji koma ákveðnum atriðum á framfæri til að bregðast við framkominni gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu. Þar kom fram að til þess að tryggja sem mest gæði heilbrigðisþjónustunnar og sjúkraflutningamanna væri lögð áhersla á að sem flestir sjúkraflutningamenn hafi það að aðalstarfi og fái þar af leiðandi sem mesta menntun og þjálfun og verði öruggari í sínu starfi. Í umfjölluninni á vef HSU er talað um atvinnusjúkraflutningamenn í þessu samhengi. Þessi umfjöllun vekur undrun mína í fyrsta lagi vegna þess að ég hef aldrei áður orðið vör við það að sjúkraflutningamenn séu flokkaðir í atvinnusjúkraflutningamenn sérstaklega og ég velti því fyrir mér hver hinn flokkurinn sé. Allir sjúkraflutningamenn í Rangárvallasýslu hafa hlotið þá menntun sem sjúkraflutningamenn þurfa að búa yfir. Í öðru lagi skiptir sú staðreynd að sjúkraflutningamenn séu það að aðalstarfi litlu máli þegar þeir þurfa að sinna hjartastoppi við Seljalandsfoss svo dæmi sé tekið. Þeir verða að öllum líkindum ekki komnir á vettvang í tæka tíð til að reynsla þeirra fái að njóta sín. Í þriðja lagi hafa komið fram staðfestar heimildir fyrir því að af hálfu HSU hafi verið leitað til björgunarsveita á Hellu og Hvolsvelli til að veita fyrstu hjálp á slysavettvangi þar til sjúkrabílar koma á vettvang. Þetta vekur ótal spurningar. Hvað með atvinnumennskuna? Hver er ábyrgð og staða björgunarsveitarmanna ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvaða búnað munu björgunarsveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Í umfjöllun framkvæmdastjórnar HSU kom einnig fram að öryggi þeirra íbúa sem búa í Vestur-Rangárvallasýslu myndi aukast eða a.m.k. yrði það jafn gott þar sem tímalend í útkalli myndi ekki lengjast á því svæði. Þá spyr maður sig við hvað sé miðað þegar vísað er til vesturhluta sýslunnar. Sá þéttbýliskjarni í Rangárvallasýslu sem telur flesta íbúa, vestan við Hvolsvöll, er Hella. Milli Hellu og Hvolsvallar eru 13 km en milli Selfoss og Hellu eru 36 km. Við þurfum augljóslega að vera staðsett 12 km vestan við Hellu eða vestar til að öryggi manna geti talist aukið eða jafn gott. Það myndi vera á móts við Áshól eða vestar. Austan við Áshól búa hins vegar 95% íbúa Rangárvallasýslu. Á vef HSU er útlistað hver sé fjöldi útkalla í Árnes- og Rangárvallasýslu eftir klukkan 16.00. Komist er að þeirri niðurstöðu að sjúkraflutningar í báðum sýslunum til samans eftir dagvinnutíma sé að meðaltali 1 flutningur á sólarhring á bíl en miðað er við 2 sjúkrabíla. Það getur verið gott og gilt að reikna út meðaltal en hafa verður í huga að tilfelli slysa og veikinda dreifast ekki með svona jöfnum hætti yfir daga ársins. Þetta sýnir glögglega að ekki er um sérhagsmunamál Rangæinga að ræða heldur snertir þetta líka alla Árnesinga því svo virðist sem framkvæmdastjórn HSU geri ekki ráð fyrir að fjölga sjúkraflutningamönnum á vakt til að mæta auknum útkallsfjölda. Í þeim tilfellum sem sjúkrabílar á Selfossi eru uppteknir þarf næsti sjúkrabíll að koma frá höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjórn HSU heldur því að lokum fram á vef sínum að útgjöld stofnunarinnar lækki um 14 milljónir króna á ársgrundvelli með fyrirhuguðum breytingum. Ég og fleiri Sunnlendingar myndum gjarnan vilja fá að sjá nákvæma útlistun á því hvernig HSU nær að spara þá upphæð með umræddum breytingum. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að grein mín sem bar titilinn Lifi Rangæingar? birtist á fréttavef Suðurgluggans, mbl.is og í Morgunblaðinu og eftir að opið bréf Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, til heilbrigðisráðherra birtist í Dagskránni og Morgunblaðinu var birt umfjöllun um sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu m.a. á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (hsu.is). Ekki kemur fram hver ritar heldur er vísað til þess að framkvæmdastjórn HSU vilji koma ákveðnum atriðum á framfæri til að bregðast við framkominni gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu. Þar kom fram að til þess að tryggja sem mest gæði heilbrigðisþjónustunnar og sjúkraflutningamanna væri lögð áhersla á að sem flestir sjúkraflutningamenn hafi það að aðalstarfi og fái þar af leiðandi sem mesta menntun og þjálfun og verði öruggari í sínu starfi. Í umfjölluninni á vef HSU er talað um atvinnusjúkraflutningamenn í þessu samhengi. Þessi umfjöllun vekur undrun mína í fyrsta lagi vegna þess að ég hef aldrei áður orðið vör við það að sjúkraflutningamenn séu flokkaðir í atvinnusjúkraflutningamenn sérstaklega og ég velti því fyrir mér hver hinn flokkurinn sé. Allir sjúkraflutningamenn í Rangárvallasýslu hafa hlotið þá menntun sem sjúkraflutningamenn þurfa að búa yfir. Í öðru lagi skiptir sú staðreynd að sjúkraflutningamenn séu það að aðalstarfi litlu máli þegar þeir þurfa að sinna hjartastoppi við Seljalandsfoss svo dæmi sé tekið. Þeir verða að öllum líkindum ekki komnir á vettvang í tæka tíð til að reynsla þeirra fái að njóta sín. Í þriðja lagi hafa komið fram staðfestar heimildir fyrir því að af hálfu HSU hafi verið leitað til björgunarsveita á Hellu og Hvolsvelli til að veita fyrstu hjálp á slysavettvangi þar til sjúkrabílar koma á vettvang. Þetta vekur ótal spurningar. Hvað með atvinnumennskuna? Hver er ábyrgð og staða björgunarsveitarmanna ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvaða búnað munu björgunarsveitarmenn hafa? Hvaða þjálfun munu þeir hljóta? Hver er þá hinn raunverulegi sparnaður? Í umfjöllun framkvæmdastjórnar HSU kom einnig fram að öryggi þeirra íbúa sem búa í Vestur-Rangárvallasýslu myndi aukast eða a.m.k. yrði það jafn gott þar sem tímalend í útkalli myndi ekki lengjast á því svæði. Þá spyr maður sig við hvað sé miðað þegar vísað er til vesturhluta sýslunnar. Sá þéttbýliskjarni í Rangárvallasýslu sem telur flesta íbúa, vestan við Hvolsvöll, er Hella. Milli Hellu og Hvolsvallar eru 13 km en milli Selfoss og Hellu eru 36 km. Við þurfum augljóslega að vera staðsett 12 km vestan við Hellu eða vestar til að öryggi manna geti talist aukið eða jafn gott. Það myndi vera á móts við Áshól eða vestar. Austan við Áshól búa hins vegar 95% íbúa Rangárvallasýslu. Á vef HSU er útlistað hver sé fjöldi útkalla í Árnes- og Rangárvallasýslu eftir klukkan 16.00. Komist er að þeirri niðurstöðu að sjúkraflutningar í báðum sýslunum til samans eftir dagvinnutíma sé að meðaltali 1 flutningur á sólarhring á bíl en miðað er við 2 sjúkrabíla. Það getur verið gott og gilt að reikna út meðaltal en hafa verður í huga að tilfelli slysa og veikinda dreifast ekki með svona jöfnum hætti yfir daga ársins. Þetta sýnir glögglega að ekki er um sérhagsmunamál Rangæinga að ræða heldur snertir þetta líka alla Árnesinga því svo virðist sem framkvæmdastjórn HSU geri ekki ráð fyrir að fjölga sjúkraflutningamönnum á vakt til að mæta auknum útkallsfjölda. Í þeim tilfellum sem sjúkrabílar á Selfossi eru uppteknir þarf næsti sjúkrabíll að koma frá höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjórn HSU heldur því að lokum fram á vef sínum að útgjöld stofnunarinnar lækki um 14 milljónir króna á ársgrundvelli með fyrirhuguðum breytingum. Ég og fleiri Sunnlendingar myndum gjarnan vilja fá að sjá nákvæma útlistun á því hvernig HSU nær að spara þá upphæð með umræddum breytingum. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun