Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira