Auðlindaákvæðið og ESB-aðild 13. mars 2009 04:00 Að áliti margra lögspekinga þarf að breyta stjórnarskránni svo að Ísland geti gengið í Evrópusambandið (ESB). Þetta byggir fyrst og fremst á því að við inngöngu í ESB yrði óhjákvæmilega umfangsmikið framsal ríkisvalds sem myndi brjóta í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvalds. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á stjórnarskránni en engar tillögur eru lagðar fram í frumvarpinu sem veita heimildir til framsals ríkisvalds eða önnur frávik frá 2. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrsta málsgrein 1. gr. téðs frumvarps til breytinga á stjórnarskrá er svohljóðandi: „Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum." Sé litið til ummæla í greinargerð með frumvarpi til stjórnskipunarlaga þá má ætla að fyrri málsliðurinn kveði m.a. á um að ríkinu sé fenginn eignarréttur á þeim náttúruauðlindum sem enginn annar lögaðili eða einstaklingur hefur sannað eignarrétt sinn á. Um síðari málsliðinn er í greinargerð m.a. fullyrt að hann feli í sér sambærilegar heimildir ríkisvalds og almennt leiði af fullveldisrétti ríkja. Í 2. ml. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Frumvarpstillagan um auðlindaákvæði í stjórnarskrá hlýtur að vera bundin þeim forsendum að allar náttúruauðlindir séu eignarhæfar í sjálfu sér og að fiskveiðiréttindi í íslenska fiskveiðistjórnkerfinu séu ekki háð einkaeignarrétti. Séu þessar forsendur réttar, sem hér er engin afstaða tekin til, þá hljóta orðin „ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt" í 1. gr. auðlindaákvæðisins að hafa þýðingu í skilningi eignarréttar, þ.e. ríkið öðlast þær heimildir sem felast í þjóðareignarhugtakinu. Framanrakin ummæli í greinargerð, sem gefa til kynna að eingöngu sé um fullveldisrétt ríkisins að ræða, víkja vart texta ákvæðisins til hliðar. Geri Ísland aðildarsamning við ESB eru verulegar líkur á að engar varanlegar undanþágur fáist frá hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Standist forsendur þær sem liggja til grundvallar auðlindaákvæðinu hefði innganga Íslands í ESB væntanlega í för með sér að íslenska ríkið hefði ekki „forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt" fiskveiðiauðlindarinnar á Íslandsmiðum. Verði auðlindaákvæðið að lögum mun innganga Íslands í ESB vera brot á ákvæðinu. Sú framtíðarsýn er málefnaleg að Ísland eigi að ganga í ESB. Í stað þess að breyta stjórnarskránni í þá veru að engar lagalegar tálmanir séu því í vegi er nú lagt til að bætt verði ákvæði í stjórnarskrá sem geri slíka inngöngu að öllum líkindum torsóttari. Þetta eru merkileg tíðindi, ekki síst ef miðað er við þjóðfélagsumræðuna síðustu misseri um aðild Íslands að ESB. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að áliti margra lögspekinga þarf að breyta stjórnarskránni svo að Ísland geti gengið í Evrópusambandið (ESB). Þetta byggir fyrst og fremst á því að við inngöngu í ESB yrði óhjákvæmilega umfangsmikið framsal ríkisvalds sem myndi brjóta í bága við 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrískiptingu ríkisvalds. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á stjórnarskránni en engar tillögur eru lagðar fram í frumvarpinu sem veita heimildir til framsals ríkisvalds eða önnur frávik frá 2. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrsta málsgrein 1. gr. téðs frumvarps til breytinga á stjórnarskrá er svohljóðandi: „Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum." Sé litið til ummæla í greinargerð með frumvarpi til stjórnskipunarlaga þá má ætla að fyrri málsliðurinn kveði m.a. á um að ríkinu sé fenginn eignarréttur á þeim náttúruauðlindum sem enginn annar lögaðili eða einstaklingur hefur sannað eignarrétt sinn á. Um síðari málsliðinn er í greinargerð m.a. fullyrt að hann feli í sér sambærilegar heimildir ríkisvalds og almennt leiði af fullveldisrétti ríkja. Í 2. ml. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Frumvarpstillagan um auðlindaákvæði í stjórnarskrá hlýtur að vera bundin þeim forsendum að allar náttúruauðlindir séu eignarhæfar í sjálfu sér og að fiskveiðiréttindi í íslenska fiskveiðistjórnkerfinu séu ekki háð einkaeignarrétti. Séu þessar forsendur réttar, sem hér er engin afstaða tekin til, þá hljóta orðin „ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt" í 1. gr. auðlindaákvæðisins að hafa þýðingu í skilningi eignarréttar, þ.e. ríkið öðlast þær heimildir sem felast í þjóðareignarhugtakinu. Framanrakin ummæli í greinargerð, sem gefa til kynna að eingöngu sé um fullveldisrétt ríkisins að ræða, víkja vart texta ákvæðisins til hliðar. Geri Ísland aðildarsamning við ESB eru verulegar líkur á að engar varanlegar undanþágur fáist frá hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Standist forsendur þær sem liggja til grundvallar auðlindaákvæðinu hefði innganga Íslands í ESB væntanlega í för með sér að íslenska ríkið hefði ekki „forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt" fiskveiðiauðlindarinnar á Íslandsmiðum. Verði auðlindaákvæðið að lögum mun innganga Íslands í ESB vera brot á ákvæðinu. Sú framtíðarsýn er málefnaleg að Ísland eigi að ganga í ESB. Í stað þess að breyta stjórnarskránni í þá veru að engar lagalegar tálmanir séu því í vegi er nú lagt til að bætt verði ákvæði í stjórnarskrá sem geri slíka inngöngu að öllum líkindum torsóttari. Þetta eru merkileg tíðindi, ekki síst ef miðað er við þjóðfélagsumræðuna síðustu misseri um aðild Íslands að ESB. Höfundur er lögfræðingur.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun