Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2009 11:15 Lakiste Barkus var með 13 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í gær. Mynd/Anton Hamarskonur galopnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með öruggum 53-41 sigri í Hveragerði í gær. LaKiste Barkus lék vel fyrir Hamar og stjórnaði sóknarleik liðsins með glæsibrag en staðan í einvíginu er nú 1-1. „Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur og við vissum að við yrðum að vinna á heimavelli ef við ætluðum að eiga möguleika á að vinna einvígið. Það var því afar mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Barkus eftir leikinn. Hamar vann Val sannfræandi 2-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en tapaði fyrsta leiknum fyrir Haukum með fimm stigum, 61-66, á Ásvöllum á þriðjudaginn. „Stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Þær komu sem sömu orku og kraft og þær komu með inn í Valsleikina," sagði Barkus og bætti við: „Við vorum með miklu meiri einbeitingu innan okkar liðs og vorum miklu þolinmóðari í sókninni. Okkur tókst líka að þjappa okkur saman og spila góða vörn," sagði LaKiste Barkus. Hamar var 23-20 yfir í hálfleik en virtist vera að hiksta aðeins í upphafi þess seinni þegar liðið skoraði ekki fyrstu fjórar mínútur leikhlutans og fjögur stig Hauka í röð komu þeim yfir í 23-24. Hamarsliðið svaraði þá með 15-2 spretti og tók frumkvæðið í leiknum. „Ég var sérstaklega ánægð með Írisi og fannst hún spila mjög vel. Hún var mjög ákveðin í bæði sókn og vörn og hjálpaði okkur mikið með því," sagði LaKiste en Íris skoraði öll tíu stigin sín í seinni hálfleiknum. Barkus meiddi sig í lok leiksins og það var ekki falleg sjón fyrir Ara Gunnarsson þjálfara liðsins. Hún sjálf hefur þó engar áhyggjur. „Ég snéri aðeins á mér ökklann en ég verð í lagi," sagði Barkus greinilega ákveðin að ná í þá tvo sigra til viðbótar sem vantar til að Hamarsliðið spili til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Hamarskonur galopnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með öruggum 53-41 sigri í Hveragerði í gær. LaKiste Barkus lék vel fyrir Hamar og stjórnaði sóknarleik liðsins með glæsibrag en staðan í einvíginu er nú 1-1. „Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur og við vissum að við yrðum að vinna á heimavelli ef við ætluðum að eiga möguleika á að vinna einvígið. Það var því afar mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Barkus eftir leikinn. Hamar vann Val sannfræandi 2-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en tapaði fyrsta leiknum fyrir Haukum með fimm stigum, 61-66, á Ásvöllum á þriðjudaginn. „Stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Þær komu sem sömu orku og kraft og þær komu með inn í Valsleikina," sagði Barkus og bætti við: „Við vorum með miklu meiri einbeitingu innan okkar liðs og vorum miklu þolinmóðari í sókninni. Okkur tókst líka að þjappa okkur saman og spila góða vörn," sagði LaKiste Barkus. Hamar var 23-20 yfir í hálfleik en virtist vera að hiksta aðeins í upphafi þess seinni þegar liðið skoraði ekki fyrstu fjórar mínútur leikhlutans og fjögur stig Hauka í röð komu þeim yfir í 23-24. Hamarsliðið svaraði þá með 15-2 spretti og tók frumkvæðið í leiknum. „Ég var sérstaklega ánægð með Írisi og fannst hún spila mjög vel. Hún var mjög ákveðin í bæði sókn og vörn og hjálpaði okkur mikið með því," sagði LaKiste en Íris skoraði öll tíu stigin sín í seinni hálfleiknum. Barkus meiddi sig í lok leiksins og það var ekki falleg sjón fyrir Ara Gunnarsson þjálfara liðsins. Hún sjálf hefur þó engar áhyggjur. „Ég snéri aðeins á mér ökklann en ég verð í lagi," sagði Barkus greinilega ákveðin að ná í þá tvo sigra til viðbótar sem vantar til að Hamarsliðið spili til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira